Kristrún: „Hann er þarna í stuðningshlutverki“

Kristrún segir að oddvitar flokksins verði í forgrunni þegar kemur …
Kristrún segir að oddvitar flokksins verði í forgrunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Samsett mynd

Dag­ur B. Eggerts­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, verður ekki efst­ur á blaði til að verða ráðherra kom­ist Sam­fylk­ing­in í rík­is­stjórn held­ur verða odd­vit­ar í for­grunni. Sam­fylk­ing­in hyggst hrista upp í hlut­un­um og gömlu póli­tík­inni.

Þetta kem­ur fram í máli Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Við ætl­um að keyra þessa kosn­inga­bar­áttu í gang og ná þjóðinni sam­an um breyt­ing­ar,“ seg­ir Kristrún en í dag voru fram­boðslist­ar flokks­ins í Reykja­vík samþykkt­ir og þar með er flokk­ur­inn kom­inn með fram­boðslista í öll­um kjör­dæm­um.

„Mun­um standa und­ir því“

„Það sem skipt­ir auðvitað mestu máli er að vera með sam­einaðan flokk og fólk sem verður sam­stíga við að leiða breyt­ing­ar í land­inu og þetta eru auðvitað firna­sterk­ir fram­boðslist­ar í Reykja­vík,“ seg­ir hún spurð um list­ana í Reykja­vík.

Kristrún leiðir í Reykja­vík norður og Jó­hann Páll Jó­hanns­son leiðir í Reykja­vík suður.

„Við erum auðvitað að bjóða okk­ur fram til að leiða breyt­ing­ar, hrista upp í hlut­un­um og gömlu póli­tík­inni. All­ir sem hafa fylgst með Sam­fylk­ing­unni síðastliðin tvö ár vita vel að við mun­um standa und­ir því,“ seg­ir hún og bæt­ir við að á list­an­um sé fólk úr öll­um átt­um.

Ger­ir ekki til­kall í ráðherra­stól

Dag­ur B. Eggerts­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, verður í öðru sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík norður.

„Mér finnst gott hjá fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra að koma inn á þeim for­send­um sem hann ger­ir. Hann er að koma inn á nýj­an vett­vang, hann fer í annað sæti list­ans. Hann er þarna í stuðnings­hlut­verki og ger­ir ekki til­kall til ráðherra­stóls en hann verður öfl­ug­ur þingmaður fyr­ir Reyk­vík­inga og landið allt ef við náum góðri kosn­ingu,“ seg­ir Kristrún.

Er það samt ekki lík­legt að hann verði ráðherra kom­ist Sam­fylk­ing­in í rík­is­stjórn?

„Ég ætla ekk­ert að vera að segja ná­kvæm­lega til um hvernig rík­is­stjórn­in verði mynduð en ég held að hann muni reyn­ast mjög vel í okk­ar þing­flokki. Við þurf­um líka að vera með reynslu­mikið fólk inn í þing­inu,“ seg­ir Kristrún.

Litið til odd­vita við mynd­un rík­is­stjórn­ar

Hún seg­ir flokk­inn vera með öfl­uga odd­vita út um land allt sem verði fyrst og fremst litið til þegar kem­ur að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

„Þetta fólk mun allt auðvitað vera í for­grunni þegar kem­ur að mynd­un rík­is­stjórn­ar og odd­vit­arn­ir end­ur­spegla þá hverj­ir eru í for­grunni þegar kem­ur að mynd­un rík­is­stjórn­ar. Dag­ur kem­ur inn með reynslu, hann hef­ur verið í for­ystu í borg­ar­mál­un­um en hann er núna að stíga til baka. Það er al­veg skýrt.

Hann er á nýj­um vett­vangi, hann tek­ur annað sæti á list­an­um, hann ger­ir ekki til­kall til þess að verða ráðherra og mér finnst það góð lend­ing,“ seg­ir hún.

Kristrún ít­rek­ar að Dag­ur muni reyn­ast verðandi þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vel.

Fram­bjóðend­ur koma inn á for­send­um for­manns og flokks­ins

„All­ir þeir sem koma inn í þetta verk­efni, þeir eru að gera það á for­send­um for­manns, á for­send­um for­yst­unn­ar og flokks­ins og munu vinna sam­kvæmt okk­ar plani.“

Sjálf­stæðis­menn og aðrir hægri­menn segja að þar sem Dag­ur sé kom­inn í fram­boð þá sé það skýr vís­bend­ing um það að Sam­fylk­ing­in muni reyna að mynda eins kon­ar rík­is­stjórn­ar­meiri­hluta og er við völd í Reykja­vík.

Innt eft­ir viðbrögðum við þessu seg­ir Kristrún:

„Þess­ar kosn­ing­ar snú­ast ekki um Reykja­vík, þær snú­ast um landið allt og þess­ar kosn­ing­ar snú­ast fyrst og fremst um framtíð Íslands og við erum með plan fyr­ir Ísland. Hluti af þeim breyt­ing­um sem við ætl­um að leiða er að búa til ný og betri kerfi í hús­næðismál­um, í skipu­lags­mál­um, í leik­skóla­mál­um sem gagn­ast öll­um sveit­ar­fé­lög­um. Þannig það er verk­efnið,“ seg­ir Kristrún.

Stefna á sig­ur í öll­um kjör­dæm­um

Sam­fylk­ing­in er búin að kynna lista í öll­um kjör­dæm­um og Kristrún seg­ir aðspurð að flokk­ur­inn stefni á sig­ur í hverju ein­asta kjör­dæmi.

Hún seg­ir skipta máli að horfa á heild­ar­mynd­ina.

„Við þurf­um að vera sterk­ust í öll­um kjör­dæm­um af því hug­mynd­in er auðvitað að fylkja fólk­inu í land­inu þvert á kjör­dæmi, þvert á kyn­slóðir, þvert á ald­ur og þvert á stétt­ir á bak við þess­ar breyt­ing­ar. Við erum fyrst og fremst að fókusa á mál­in sem skipta mestu máli í dag­legu lífi,“ seg­ir Kristrún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert