Skilaboðin í heild sinni: Dagur „aukaleikari“

Í fréttinni má sjá skjáskotin.
Í fréttinni má sjá skjáskotin. Samsett mynd

Dag­ur B. Eggerts­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, er auka­leik­ari að mati Kristrún­ar Frosta­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sam­kvæmt skila­boðum sem hún sendi á kjós­anda. Dag­ur stýr­ir ekki Sam­fylk­ing­unni held­ur ger­ir Kristrún það og þá mun Dag­ur ekki verða ráðherra. Það ligg­ur bein­ast við fyr­ir viðkom­andi að strika Dag út í kjör­klef­an­um ef hon­um hugn­ast hann ekki.

Þetta kem­ur fram í skila­boðum sem Kristrún sendi á kjós­anda sem birti svo skjá­skot­in á Face­book-hóp íbúa Grafar­vogs. Heim­ild­ir mbl.is herma að skila­boðin séu ófölsuð. 

mbl.is greindi frá fyrri hluta skila­boðanna fyrr í kvöld en nú verður farið yfir skila­boðin í heild sinni. 

„Þá ligg­ur bein­ast við að strika hann út“

„Ég er formaður flokks­ins og stýri mál­efna­áhersl­um með stjórn flokks­ins, Dag­ur verður óbreytt­ur þingmaður, ekki ráðherra, hann sit­ur ekki í stjórn flokks­ins og mun ekki sitja í rík­is­stjórn,“ skrif­ar Kristrún. 

Hún tek­ur fram að í stór­um og breiðum flokki sem vilji leiða fram raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar þá velj­ist alltaf inn ein­stak­ling­ar sem kjós­end­ur hafa skipt­ar skoðanir á. Þannig hafi lýðræðið alltaf virkað.

„En ég skil vel sjón­ar­mið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykja­vík norður þar sem ég er odd­viti og hann er í öðru sæti þá ligg­ur bein­ast við að strika hann út í kjör­klef­an­um. Ég bið þig að líta á heild­ar­mynd­ina, áhersl­urn­ar sem ég hef bar­ist fyr­ir und­an­far­in ár í hús­næðis, efna­hags og heil­brigðismál­um. Auðlinda­mál­um,“ skrif­ar Kristrún.

„Hann er auka­leik­ari, ekki aðal“

Hún seg­ir að þetta séu áhersl­urn­ar sem muni ein­kenna Sam­fylk­ing­una í rík­is­stjórn, ekki hvað borg­in hafi gert.  

„Dag­ur stýr­ir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja for­yst­unni. Við erum í dauðafæri til að leiða raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar í sam­fé­lag­inu. Við meg­um ekki láta einn mann úti­loka það - hann er auka­leik­ari, ekki aðal, í þessu verk­efni,“ skrif­ar hún og held­ur áfram:

„Staða hans á list­an­um breyt­ir engu um áhersl­ur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borg­in hef­ur gert. Það hef­ur orðið gíf­ur­leg end­ur­nýj­un á list­um S heilt yfir! Nú reyn­ir á okk­ur í S að sýna og sanna hvar við stönd­um og við séum trausts­ins verð á næstu vik­um. Hvet þig til að fylgj­ast með og gefa þessu tæki­færi.“

Ekki náðist í Kristrúnu né Dag við gerð frétt­ar­inn­ar. 

Skjáskot af skilaboðum Kristrúnar.
Skjá­skot af skila­boðum Kristrún­ar. Skjá­skot
Hér má sjá seinni hluta skilaboðanna.
Hér má sjá seinni hluta skila­boðanna. Skjá­skot
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert