Píratar vilja ekki fleiri baðlón

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Pírat­ar vilja stemma stigu við verðbólg­unni með því að draga úr eldsneyt­is­inn­flutn­ingi og halda aft­ur af fjár­fest­ing­um er­lend­is. Þá tel­ur nýr leiðtogi Pírata enga þörf fyr­ir fleiri baðlón í land­inu enda þurfi að breyta sam­setn­ingu ferðamanna­hóps­ins sem hingað sæk­ir.

    Lenya Rún Taha Karim er nýr leiðtogi Pírata og verður í odd­vita­sæti flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Í Spurs­mál­um út­skýr­ir hún þær fjöl­breyttu aðgerðir sem hún tel­ur að stjórn­völd geti gripið til í því skyni að draga úr verðbólgu í hag­kerf­inu.

    Orðaskipt­in þar um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Marg­ar aðgerðir sem hið op­in­bera geti gripið til

    Verðbólg­an er sann­ar­lega að gera okk­ur skrá­veifu og háir vext­ir. Hvað viljið þið að stjórn­völd geri til þess að draga úr þeim vanda svo við rekj­um umræðuna áfram í þá átt?

    „Út frá mínu sjón­ar­horni og sjón­ar­horni unga fólks­ins þá er rosa­lega mik­il vönt­un á hús­næði. Og til lengri tíma litið þá er skort­ur­inn á hús­næðismarkaðnum að ýta und­ir verðbólg­una. Hvað varðar gjald­eyr­is­mál­in, það verður líka að huga að gjald­eyr­is­mál­un­um og það verður til dæm­is að draga úr inn­flutn­ingi á kol­efniseldsneyti. Það verður líka að passa að við séum ekki að fara yfir um í fjár­fest­ingu á er­lend­um fyr­ir­tækj­um eða er­lend­is yfir höfuð. Vera með sjálf­bær­ari ferðamanna­stefnu sem er betri fyr­ir þá ferðamenn sem koma hingað, svona vandaðri ferðamenn en massa­t­úr­is­mann sem hef­ur skap­ast hér.“

    Eru þetta aðgerðir til að draga úr verðbólgu?

    „Já, ég myndi segja að allt þetta hafi áhrif á verðbólgu. Að draga úr verðbólgu er ekki bara ein aðgerð. Þetta er sam­an­safn og sam­spil margra mis­mun­andi aðgerða og nú er ég bara að tala um hvað hið op­in­bera get­ur gert, hvað ríkið get­ur gert, rík­is­stjórn­in.“

    Hvað get­ur rík­is­stjórn­in gert til þess að breyta sam­setn­ingu ferðamanna?

    „Með því að auka hvata til að draga úr þess­um massa­t­úr­isma sem hef­ur skap­ast akkúrat núna.“

    Lenya Rún Taha Karim er nýr leiðtogi Pírata.
    Lenya Rún Taha Karim er nýr leiðtogi Pírata. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Ekki fleiri baðlón

    Hvaða hvat­ar eru það?

    „Ég held að baðlón, að byggja upp baðlón sé ekki lausn­in núna. Ég held að með því að auka fram­boð á hús­næði sem við erum nú þegar að leigja út til ferðamanna á Airbnb. Þeir geta al­veg farið á hót­el og haft þetta skamm­tíma­hús­næði sem er notað, skil­ur þú, fyr­ir ferðamenn.“

    Bíddu, þú ert að tala um hvat­ana. Viltu þá að stjórn­völd banni einkaaðilum að reisa baðlón?

    „Nei, Guð. Ég vil ekki banna neitt. Pírat­ar tala ekki fyr­ir baðlón­um, bönn­um, af­sakið. Ég held að það sem við höf­um verið að leggja púðrið okk­ar í sé ekki ná­kvæm­lega það sem skipti máli núna. Við þurf­um að vanda til verka þegar kem­ur að því að taka á móti ferðamönn­um.“

    Þú seg­ir að stjórn­völd eigi að beita sér með þess­um hætti. Nú hef­ur þú setið á þingi, þú ferð inn á þetta þing eft­ir þess­ar kosn­ing­ar vænti ég. Hvað tel­ur þú að stjórn­völd geti gert til þess að hafa áhrif á þetta? Þú seg­ir að stjórn­völd eigi að hafa áhrif að breyta sam­setn­ingu ferðamann­anna. Hvernig er það gert? Er það gert með því að banna baðlón? Hvernig er það gert?

    Lenya Rún telur ekki þörf á fleiri baðlónum á Íslandi. …
    Lenya Rún tel­ur ekki þörf á fleiri baðlón­um á Íslandi. Mörg eru þó í burðarliðnum. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Of marg­ar íbúðir leigðar út gegn­um Airbnb

    „Fyrsta aðgerðin væri að minnka fram­boð á Airbnb-hús­næði sem er á markaði akkúrat núna með því að minnka hvata fyr­ir það að kaupa hús­næði, kaupa upp hús­næði á hús­næðismarkaði og leigja það út til skamms tíma.“

    Hvað eru þetta marg­ar eign­ir sem eru í skamm­tíma­leigu gegn­um Airbnb?

    „Ég er bara ekki með töl­una á því.“

    Ertu þá viss um að þetta sé vanda­mál?

    „Já, já, já. Þetta hef­ur al­veg verið í umræðunni lengi. Það er sýnt í könn­un­um. Það hef­ur komið út í skýrsl­um. Ég er samt ekki með blaðsíðuna né heitið á skýrsl­unni. Þetta er bara vitað í sam­fé­lag­inu.“

    Ókei. Þú vilt þá fækka Airbnb-íbúðum til þess að fækka budget-túrist­um sem fara í íbúðirn­ar. Það kann að vera. Hvaða fleiri aðgerðir sjáið þið fyr­ir ykk­ur í þessu. Að draga úr massa­t­úr­isma í land­inu?

    „Það er hægt að grípa til margra mis­mun­andi lít­illa aðgerða frek­ar en að banna ein­hverj­um að koma eða eitt­hvað svo­leiðis.“

    Túrista­fyr­ir­tæk­in vanda­mál

    Get­ur þú nefnt ein­hver dæmi um þess­ar litlu aðgerðir því þú seg­ir að stjórn­völd eigi að gera það? Ég hef bara áhuga á að kjós­end­ur myndu vita hvað þið mynduð gera til þess að reyna að breyta þessu.

    „Já. Það er líka með þessi túrista­fyr­ir­tæki sem koma hingað til Íslands. Annað er­lent fólk sem er að leiða þessi fyr­ir­tæki, annað er­lent vinnu­afl sem er að koma hingað og er að taka fólk í túr um Ísland og hvetja fólk til Íslands. Það væri hægt að hvetja það fólk sem er nú þegar á Íslandi til þess að taka þetta að sér. Þá yrðu þetta kannski vandaðir túr­ar. Það yrði þá kannski aðeins fækk­un á þess­um massa­t­úr­isma ef það er ekki það mikið fram­boð á þeim túrista­fyr­ir­tækj­um sem eru að taka fólk í alls kon­ar ferðir.“

    Vilt þú hækka virðis­auka­skatt­inn á ferðaþjón­ust­una?

    „Veistu. Ég hef bara ekki myndað mér skoðun á því. Ég ætla bara að vera al­veg hrein­skil­in með það.“

    Viðtalið við Lenyu Rún má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert