Skammarlegt áhuga- og metnaðarleysi

Jón Pétur Zimsen hefur verið aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla.
Jón Pétur Zimsen hefur verið aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. mbl.is/Hanna

Mennta­mál hafa varla verið á dag­skrá á Íslandi og ár­ang­ur­inn hef­ur verið eft­ir því.

Þetta seg­ir Jón Pét­ur Zimsen, aðstoðarskóla­stjóri Rétt­ar­holts­skóla, sem nú hef­ur boðið sig fram fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður.

„Mömm­ur, pabb­ar, afar, ömm­ur, verðandi for­eldr­ar og all­ir aðrir, þessu verður að breyta,“ skrif­ar Jón Pét­ur í fram­boðsyf­ir­lýs­ingu á Face­book.

Ekki hægt að bjóða börn­un­um upp á þetta

„Það er ekki hægt að bjóða börn­un­um okk­ar upp á þetta skamm­ar­lega áhuga- og metnaðarleysi. Það er löngu kom­inn tími til sýna þeim sem erfa landið þá virðingu að lífs­gæði þeirra skipti okk­ur máli,“ seg­ir hann.

Tek­ur hann fram að störf hans við kennslu og skóla­stjórn hafi fært hon­um veru­leg lífs­gæði, „í formi þess að kynn­ast þversk­urði mann­legs sam­fé­lags í gegn­um nem­end­ur mína í Rétt­ar­holts­skóla og Mela­skóla. Þeir hafa auðgað líf mitt svo um mun­ar og von­andi hef ég end­ur­goldið það að ein­hverju leyti.“

„Staðan er því miður ekki þannig í dag“

Hann held­ur áfram:

„Það er skylda okk­ar, sem fáum það traust að mennta æsku Íslands, að hjálpa nem­end­um ná sem allra mest­um ár­angri eins og kost­ur er. Skól­ar eru jöfn­un­ar­tæki, það ætti eng­inn að líða fyr­ir stétt eða stöðu sína því að all­ir nem­end­ur skipta máli og all­ir nem­end­ur ættu að hafa eins jöfn tæki­færi eft­ir 10 ára skyldu­nám sem mögu­legt er,“ seg­ir Jón Pét­ur.

„Staðan er því miður ekki þannig í dag. Mennta­mál eru líka efna­hags­mál og einn af þeim þátt­um sem hafa mik­il áhrif á sam­keppn­is­hæfni okk­ar Íslend­inga og þau hafa líka áhrif á vaxta­kjör Íslands. Þrátt fyr­ir þetta hafa þau varla verið á dag­skrá og ár­ang­ur­inn eft­ir því.“

Stór­hættu­legt fyr­ir lýðræðið

Bend­ir hann á að hvorki rík­is­út­varpið né for­sæt­is­ráðherra hafi minnst á það um ára­mót­in að um 40% nem­enda sem út­skrif­ist úr grunn­skóla skilji ekki ein­fald­an upp­lýs­inga­texta.

„Það er stór­hættu­legt fyr­ir lýðræðið og bestu mögu­leg lífs­gæði eru tek­in af borðinu fyr­ir þenn­an stóra hóp.“

Kveðst hann svo sann­ar­lega til í að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar, fái hann umboð til þess.

Fram­boðsyf­ir­lýs­ing Jóns Pét­urs í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert