Úthugsað eða alvarlegt reynsluleysi

Kristrún Frostadóttir sendi kjósandanum umrædd skilaboð á Facebook.
Kristrún Frostadóttir sendi kjósandanum umrædd skilaboð á Facebook. mbl.is/Hákon

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði og fyrrverandi for­setafram­bjóðandi, telur skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda um að hann geti strikað nafn Dags B. Eggertssonar út í kjörklefanum vera úthugsaða strategíu eða alvarlegt reynsluleysi.

Dagur skipar annað sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi alþingiskosningar. Kristrún leiðir sama kjördæmi. 

Í gær greindi mbl.is frá skilaboðum sem Kristrún sendi kjósanda. Þar segir hún Dag vera aukaleikara sem muni ekki fá ráðherrastól ef Samfylking kemst til valda. Ef viðkomandi vilji ekki hafa hann á listanum þá liggi beinast við að strika nafn Dags út í kjör­klef­an­um.

„Nýjasta útspil formannsins vekur þó sérstaka athygli og gengur svo langt að það vekur ugg innan flokksins. Það er alþekkt plott milli andstæðra fylkinga innan flokka að hvetja til útstrikana og að benda kjósendum á þann möguleika að strika út einstaklinga. En útspil gærdagsins gengur svo langt – gengur svo langt gegn áhrifamesta stjórnmálamanni Samfylkingarinnar fyrr og og síðar – að annað hvort verður að telja að um úthugsaða strategíu sé að ræða eða alvarlegt reynsluleysi,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook.

Baldur rýnir í stöðuna.
Baldur rýnir í stöðuna. mbl.is/Brynjólfur Löve

Hann segir Kristrúnu hafa náð undraverðum árangri með flokkinn miðað þá eyðimerkugöngu sem hann hafi verið í í heilan áratug. Þá sé spurning hvort hún stryki stöðu flokksins með þessu útspili sínu.

„Nú er stóra spurning hvort að hún styrki stöðu flokksins enn frekar með því að setja vinsælan leiðtoga innan flokksins - en óvinsælan meðal andstæðinga hans - undir fallöxina eða hafi spilað afleik sem mun fylgja henni alla kosningabaráttuna og næstu árin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka