Kuldahrollur á Þingvöllum

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti létu mynda sig á …
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti létu mynda sig á Hakinu á Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi Volodimírs Selenskí og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum er nú lokið. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru mættir til Þingvalla þar sem farið var í myndatöku með Úkraínuforseta og haldið á fund.  

Að sögn blaðamanns mbl.is sem staðsettur er á vettvangi er þó einhver kuldahrollur í sumum en Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, spurði Bjarna hvað þau væru að gera á þessu landi því það væri svo kalt. 

Myndatökunni er nú lokið og hafa ráðherrarnir og Selenskí haldið til fundar inn í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. 

Það mætti segja að það sé ekta íslenskt veður á …
Það mætti segja að það sé ekta íslenskt veður á Þingvöllum í dag og framkallar það kuldahroll hjá sumum. Mette Frederiksen, hér önnur frá vinstri, hefur að minnsta kosti gert athugasemd við veðrið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Þingvöllum.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Þingvöllum. AFP/Halldór Kolbeins
Fánar Norðurlandanna og Úkraínu hafa verið settir upp á Þingvöllum.
Fánar Norðurlandanna og Úkraínu hafa verið settir upp á Þingvöllum. mbl.is/Karítas
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert