Fundi Volodimírs Selenskí og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum er nú lokið. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru mættir til Þingvalla þar sem farið var í myndatöku með Úkraínuforseta og haldið á fund.
Að sögn blaðamanns mbl.is sem staðsettur er á vettvangi er þó einhver kuldahrollur í sumum en Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, spurði Bjarna hvað þau væru að gera á þessu landi því það væri svo kalt.
Myndatökunni er nú lokið og hafa ráðherrarnir og Selenskí haldið til fundar inn í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.