Fjölmenn íslensk sendinefnd til Bakú

Vegna komandi kosninga verða hvorki ráðherrar né þingmenn meðal fulltrúa …
Vegna komandi kosninga verða hvorki ráðherrar né þingmenn meðal fulltrúa Íslands. Íslenska sendinefndin verður skipuð 46 fulltrúum. AFP/Tofik Babayev

Íslenska sendi­nefnd­in sem fer á aðilda­ríkjaþing lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna í Bakú í Aser­baís­j­an, COP29, verður skipuð 46 full­trú­um.

Í þeim hópi eru 10 manns úr op­in­berri sendi­nefnd auk full­trúa fé­laga­sam­taka á borð við unga um­hverf­issinna og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök. Vegna kom­andi alþing­is­kosn­inga verða hvorki ráðherr­ar né þing­menn meðal full­trúa Íslands.

Af þess­ari 10 manna op­in­beru sendi­nefnd Íslands eru fimm full­trú­ar um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is­ins, þrír full­trú­ar frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, einn frá Um­hverf­is­stofn­un og einn frá Ung­mennaráði Íslands. Tveir full­trú­anna sækja fund­inn alla dag­ana, en stærst­ur hluti sendi­nefnd­ar­inn­ar tek­ur aðeins þátt í hluta fund­ar­ins.

Þátt­taka full­trú­anna krefst mis­langr­ar veru á þing­inu. Í svari um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að ráðuneytið hafi ekki upp­lýs­ing­ar um kostnað annarra sem þátt taka í þing­inu. Áætlaður kostnaður hvers þátt­tak­anda er því mis­mun­andi, en er á bil­inu 760.000 til 1,8 m.kr. End­an­leg­ur kostnaður liggi ekki fyr­ir fyrr en eft­ir að þing­inu lýk­ur.

Fjöl­menni mæt­ir frá Íslandi

Frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu fara Helga Barðadótt­ir, Magnús Agnes­ar Sig­urðsson, Stefán Guðmunds­son, Stein­unn Sig­urðardótt­ir og Elín Björk Jón­as­dótt­ir. Frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu fara Elín Rósa Sig­urðardótt­ir, María Erla Mar­els­dótt­ir og Bryn­hild­ur Sör­en­sen. Nicolle Kell­er verður full­trúi Um­hverf­is­stofn­un­ar og Vikt­or Pét­ur Finns­son frá Ung­mennaráði Íslands, en um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið styrk­ir full­trúa ung­menna til þátt­töku á fund­in­um.

Tinna Hall­gríms­dótt­ir fer fyr­ir hönd Seðlabank­ans, Hrefna Guðmunds­dótt­ir og Laura Sól­veig Lefort Scheefer eru full­trú­ar ungra um­hverf­issinna. Þor­gerður M. Þor­bjarn­ar­dótt­ir fer fyr­ir Land­vernd. Nótt Thor­berg, Hans Orri Kristjáns­son og Vikt­oría Al­freðsdótt­ir fara fyr­ir Green by Ice­land, Rík­h­arður Rík­h­arðsson er full­trúi Lands­virkj­un­ar, Edda Sif Pind Ara­dótt­ir frá Car­bfix, Helga Jó­hanna Bjarna­dótt­ir og Birta Krist­ín Helga­dótt­ir fara fyr­ir Eflu, Car­ine Chateney og Eg­ill Viðars­son fara fyr­ir Verkís, Árni Hrann­ar Har­alds­son og Hjálm­ar Helgi Rögn­valds­son fara fyr­ir Orku nátt­úr­unn­ar, Bjarni Her­rera fer fyr­ir Accrona, Kristjana María Kristjáns­dótt­ir og Carol­ine Ott fara fyr­ir CRI, Arna Páls­dótt­ir og Snorri Þorkels­son frá Orku­veit­unni, Lotte Rosen­berg frá Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal, Adri­an Matt­hi­as Siegrist frá Cli­meworks og Sandra Ósk Snæ­björns­dótt­ir frá Car­bfix.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka