Fjölmenn íslensk sendinefnd til Bakú

Vegna komandi kosninga verða hvorki ráðherrar né þingmenn meðal fulltrúa …
Vegna komandi kosninga verða hvorki ráðherrar né þingmenn meðal fulltrúa Íslands. Íslenska sendinefndin verður skipuð 46 fulltrúum. AFP/Tofik Babayev

Íslenska sendinefndin sem fer á aðildaríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Bakú í Aserbaísjan, COP29, verður skipuð 46 fulltrúum.

Í þeim hópi eru 10 manns úr opinberri sendinefnd auk fulltrúa félagasamtaka á borð við unga umhverfissinna og náttúruverndarsamtök. Vegna komandi alþingiskosninga verða hvorki ráðherrar né þingmenn meðal fulltrúa Íslands.

Af þessari 10 manna opinberu sendinefnd Íslands eru fimm fulltrúar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, þrír fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, einn frá Umhverfisstofnun og einn frá Ungmennaráði Íslands. Tveir fulltrúanna sækja fundinn alla dagana, en stærstur hluti sendinefndarinnar tekur aðeins þátt í hluta fundarins.

Þátttaka fulltrúanna krefst mislangrar veru á þinginu. Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um kostnað annarra sem þátt taka í þinginu. Áætlaður kostnaður hvers þátttakanda er því mismunandi, en er á bilinu 760.000 til 1,8 m.kr. Endanlegur kostnaður liggi ekki fyrir fyrr en eftir að þinginu lýkur.

Fjölmenni mætir frá Íslandi

Frá umhverfisráðuneytinu fara Helga Barðadóttir, Magnús Agnesar Sigurðsson, Stefán Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir og Elín Björk Jónasdóttir. Frá utanríkisráðuneytinu fara Elín Rósa Sigurðardóttir, María Erla Marelsdóttir og Brynhildur Sörensen. Nicolle Keller verður fulltrúi Umhverfisstofnunar og Viktor Pétur Finnsson frá Ungmennaráði Íslands, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið styrkir fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum.

Tinna Hallgrímsdóttir fer fyrir hönd Seðlabankans, Hrefna Guðmundsdóttir og Laura Sólveig Lefort Scheefer eru fulltrúar ungra umhverfissinna. Þorgerður M. Þorbjarnardóttir fer fyrir Landvernd. Nótt Thorberg, Hans Orri Kristjánsson og Viktoría Alfreðsdóttir fara fyrir Green by Iceland, Ríkharður Ríkharðsson er fulltrúi Landsvirkjunar, Edda Sif Pind Aradóttir frá Carbfix, Helga Jóhanna Bjarnadóttir og Birta Kristín Helgadóttir fara fyrir Eflu, Carine Chateney og Egill Viðarsson fara fyrir Verkís, Árni Hrannar Haraldsson og Hjálmar Helgi Rögnvaldsson fara fyrir Orku náttúrunnar, Bjarni Herrera fer fyrir Accrona, Kristjana María Kristjánsdóttir og Caroline Ott fara fyrir CRI, Arna Pálsdóttir og Snorri Þorkelsson frá Orkuveitunni, Lotte Rosenberg frá Carbon Recycling International, Adrian Matthias Siegrist frá Climeworks og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir frá Carbfix.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka