Maskína: Fylgi Viðreisnar komið í 19,4%

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Viðreisnar heldur áfram að aukast og mælist það nú 19,4% í nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Fylgið eykst þar með um þrjú prósentustig frá síðustu könnun.

Ekki er marktækur munur á fylgi Viðreisnar og Samfylkingarinnar, að því er Vísir greindi frá. Könnunin var framkvæmd dagana 1. til 6. nóvember.

Fylgi Samfylkingarinnar dregst saman frá síðustu könnun og er núna 20,9%.

Miðað við þetta eru Samfylkingin og Viðreisn með 31 þingmann og nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn.

„Þetta er risastökk sem flokkurinn hefur verið að taka yfir nokkrar kannanir,“ sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, við Vísi um Viðreisn.   

Miðflokkurinn mælist með 14,9% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 13,3%. Fylgið dregst saman hjá báðum flokkum miðað við síðustu könnun og ekki er marktækur munur á fylgi þeirra flokka.

Flokkur fólksins mælist með 8,9%, Framsókn réttir aðeins úr kútnum frá síðustu könnun með 7,5% og Píratar mælast með 4,9%. Fylgi Vinstri grænna er 3,2% og fylgi Sósíalistaflokksins 4,5%.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Hákon

Þá mælist Lýðræðisflokkurinn með 1,7% og Ábyrgð framtíð, sem aðeins býður fram í Reykjavík norður, mælist með 0,8%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert