Heimsþing kvenleiðtoga verður haldið í Hörpu dagana 11.–12. nóvember. Áætlað er að rúmlega 400 alþjóðlegir kvenleiðtogar komi til Reykjavíkur til þátttöku.
Fram kemur í tilkykynningu, að þingið sé skipulagt í samstarfi við fjölmarga erlenda og innlenda aðila, og í ár sé sérstök áhersla lögð á að kvenleiðtogar taki höndum saman undir yfirskriftinni „Power Together for Action.”
Hægt er að fylgjast með streyminu í beinni útsendingu hér fyrir neðan:
Meðal þátttakenda í ár eru:
Á þinginu verða kynntar niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2024 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Verian. Mælingin metur afstöðu almennings í ólíkum löndum til kvenna og karla í leiðtogastöðum, og eru sérstakar niðurstöður fyrir Ísland hluti af rannsókninni, að því er segir í tilkynningu.
Heimsþingið leggur áherslu á fjóra meginþætti, sem byggja á árangri Íslands í jafnréttismálum:
Tilgangur þingsins er að skapa vettvang fyrir opna umræðu og hvetja til raunhæfra aðgerða sem stuðla að jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Með því að safna saman leiðtogum úr ólíkum geirum er markmiðið að deila bestu starfsvenjum og finna nýjar leiðir til að takast á við áskoranir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og einn af stofnendum Heimsþings kvenleiðtoga.