Traust til kvenleiðtoga fer minnkandi

Kvenleiðtogar koma saman á ný í dag til að ræða …
Kvenleiðtogar koma saman á ný í dag til að ræða stöðu kvenna. Morgunblaðið/Karítas

Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í gær og heldur áfram í dag en áætlað er að rúmlega 400 alþjóðlegir kvenleiðtogar hafi lagt leið sína til Reykjavíkur til að taka þátt. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Niðurstöður Reykja­vík Index for Lea­ders­hip 2024 voru kynntar á þinginu í sam­starfi við rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Ver­i­an. Mæl­ing­in met­ur af­stöðu al­menn­ings í ólík­um lönd­um til kvenna og karla í leiðtoga­stöðum, en Ísland er framsæknasta land heims hvað varðar traust til kvenna í leiðtogastöðum samkvæmt mælingunum.

Framkvæmdastjóri Verian, Michelle Harrison, kynnti niðurstöðurnar og sagði traustið engu að síður fara minnkandi, líkt og á alþjóðavísu. Lækkunina megi meðal annars rekja til fordómafyllri og íhaldssamari viðhorfa jafnvel yngri kynslóða til kynjahlutverka og kynjaskiptingar á vinnumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert