Þórður „má og á að skammast sín“

Kristrún segir Þórð einungis geta notið sannmælis með því að …
Kristrún segir Þórð einungis geta notið sannmælis með því að sýna í verki að hann hafi í raun bætt ráð sitt. Samsett mynd/mbl.is/María

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefur tjáð sig um skrif samflokksmanns síns, Þórðar Snæs Júlíussonar, og telur rétt að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt.

Henni þyki gjörsamlega ömurlegt að svara fyrir svona lagað. Samfylkingin hafi verið í fararbroddi á sviði jafnréttismála og ætli að vera það áfram. Skrif Þórðar endurspegli engan veginn stefnu flokksins.

Ekki maðurinn sem birtist í gömlu skrifunum

„Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ skrifar Kristrún í færslu á Facebook-reikningi sínum rétt í þessu.

„Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“

Segir Kristrún Þórð einungis geta notið sannmælis með því að sýna í verki að hann hafi í raun bætt ráð sitt. Hann hafi tekið fulla ábyrgð og beðist afsökunar án fyrirvara. Fólk þroskist og breytist og geti svo sannarlega gert það á 20 árum. 

„Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum.“

Nógu gam­all til að vita bet­ur

Þórður hef­ur kom­ist í hann krapp­ann eft­ir að göm­ul skrif hans snemma á síðasta ára­tug voru dreg­in aft­ur upp í Spurs­mál­um Morg­un­blaðsins.

Fór Þórður þar ófögr­um orðum um kon­ur, sum­ar nafn­greind­ar og aðrar ekki, í blogg­færsl­um und­ir dul­nefn­inu „þýska stálið.“ Hef­ur hann í kjöl­farið beðist af­sök­un­ar á skrif­un­um og borið fyr­ir sig ung­an ald­ur.

Ekki hafa all­ir tekið vel í þær skýr­ing­ar og sagt Þórð, sem var á bil­inu 24 og 27 ára þegar hann skrifaði færsl­urn­ar, hafa verið nógu gam­all til að vita að um­mæl­in væru vel fyr­ir neðan öll vel­sæm­is­mörk.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert