Allar landgöngubrýr teknar úr notkun

Allar landgöngubrýr hafa verið teknar úr notkun af öryggisástæðum vegna …
Allar landgöngubrýr hafa verið teknar úr notkun af öryggisástæðum vegna vinds á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Hörður Sveinsson

Mik­il rösk­un hef­ur verið á flugi vegna óveðurs það sem af er degi en á ann­an tug flug­ferða var af­lýst í morg­un eða þeim frestað fram á dag­inn.

Fyrstu ferðir Icelanda­ir og Play frá land­inu eru áætlaðar klukk­an 14 í dag sem sjá má á vef upp­lýs­inga­vef Isa­via. Fyrstu ferðir Icelanda­ir frá Banda­ríkj­un­um eru áætlaðar til lands­ins á tólfta tím­an­um.

Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, seg­ir í sam­tali við mbl.is að á tí­unda tím­an­um í morg­un hafi all­ar land­göngu­brýr verið tekn­ar úr notk­un af ör­ygg­is­ástæðum vegna vinds á Kefla­vík­ur­flug­velli en vind­hraðinn var þá kom­inn upp í 50 hnúta og yfir.

„Þetta var ein sviðsmynd­in í tengsl­um við veður­spána sem er for­senda fyr­ir ákvörðun­ar­töku hjá flug­fé­lög­un­um. Á end­an­um eru það þau sem ákveða hvernig þau bregðast við. Við veit­um upp­lýs­ing­arn­ar og flug­fé­lög­in taka ákv­arðanir,“ seg­ir Guðjón.

Sam­kvæmt veður­spá á veðrið að ganga niður á Suðvest­ur­landi upp úr há­deg­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka