Alma heilbrigðisráðherraefni Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir vill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra.
Kristrún Frostadóttir vill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­fylk­ing­in mun sækj­ast eft­ir heil­brigðisráðuneyt­inu komi flokk­ur­inn að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar eft­ir kosn­ing­ar. Fái þau ósk sína upp­fyllta verður Alma Möller, fyrr­ver­andi land­lækn­ir, heil­brigðisráðherra. Alma er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Grjót­kasts­ins þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, ræða við Björn Inga Hrafns­son fjöl­miðlamann. 

Alma var skipuð sem land­lækn­ir af Svandísi Svavars­dótt­ur árið 2018 og var þá fyrsta kon­an til þess að gegna embætt­inu. Hún er flest­um lands­mönn­um ef­laust kunn­ug eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn þar sem hún var hluti af þríeyk­inu svo­kallaða. 

Fáir jafn hæf­ir og Alma

Í þætt­in­um ræðir Kristrún um plan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í heil­brigðismál­um og seg­ir að fáir séu með jafn mikla þekk­ingu og færni og Alma í heil­brigðismál­un­um. 

„Hún er fá­rán­lega fær og reynd kona sem get­ur mætt inn í heil­brigðisráðuneytið. Ég ætla að leyfa mér að full­yrða að það hef­ur aldrei ein­stak­ling­ur með viðlíka mennt­un, þekk­ingu og hæfni og yf­ir­sýn á kerfið komið þarna inn og hún get­ur virki­lega tekið á mál­un­um,“ seg­ir Kristrún í þætt­in­um. 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert