„Nú talar þú bara eins og Viðreisnarmaður“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill tryggja öfluga tollvernd fyrir íslenska matvælaframleiðslu. Hann segir óheftan innflutning franskra osta geta stuðlað að niðurbroti íslenskrar framleiðslu.

Þetta kemur fram í samtali á vettvangi Spursmála.

Spinnst þar nokkuð hressileg umræða um stöðu innfluttra osta sem hann segir að í mörgum tilvikum, ekki síst þegar kemur að innflutningi frá Frakklandi, sé um að ræða mikið niðurgreiddan iðnað.

Sjá má orðaskiptin um þetta í spilaranum hér að ofan.

Dömpa vörum á markaðinn

Ertu ekki ánægður með að franskir skattgreiðendur borgi niður ostinn fyrir okkur Íslendinga?

„Það er ekki eins frábær samningur og ekki fyrir heildarhagsmuni samfélagsins þegar þú leyfir annarri þjóð að dömpa hérna vöru á markaðinn og skekkja samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar.

Franskir ostaframleiðendur fá landrýmisstyrki, upprunavottunarstyrki, framleiðslustyrki, fjárfestingarstyrki, útflutningsstyrki, markaðsstyrki, rannsóknarstyrki og umhverfisstyrki svo eitthvað sé nefnt.“

Þú ert nú vanur að láta útlendingana blæða, er þetta ekki bara frábært að franska ríkið niðurgreiði þessa osta? Það er ekki íslensk framleiðsla á þessari vöru. Af hverju eruð þið með tolla á vöru sem mig langar til að kaupa og ég get ekki keypt íslenska vöru af þessu tagi?

„Ekki ef það rústar íslenskri framleiðslu.“

„Þessum tiltekna osti“

Það er ekki íslensk framleiðslu á þessu.

„Þessum tiltekna osti, jájá. Ef það er eftirspurn eftir þessum osti sem ég man ekki hvað heitir [comté hafði verið nefndur fyrr í samtalinu].“

Nánast öllum ostum. Ólíkt því sem margir halda þá eru ostarnir ekki allir bara þeir sem eru framleiddir í Búðardal á Íslandi.

 þetta snýst allt um osta, og einhverja franska osta sérstaklega.“

Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert