Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni

Frá eldgosinu sem hófst á tólfta tímanum.
Frá eldgosinu sem hófst á tólfta tímanum. mbl.is/Eyþór

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur tel­ur eld­gosið sem hófst fyr­ir miðnætti ekki vera til marks um breytt­an takt á Reykja­nesskaga þó aðdrag­and­inn hafi ekki verið ná­kvæm­lega sá sami og síðast. 

Hann seg­ir að þó að gosið virðist nú aflm­inna en það sem braust út í ág­úst sé það ekki endi­lega merki um að það verði minna. Mögu­lega muni þetta gos vara leng­ur en það síðasta.

Hann seg­ir eld­gosið í kvöld staðfesta það að gos­rás­ar­kerfið und­ir Reykja­nesskaga sé enn virkt.

Hugs­an­lega hafi verið meiri fyr­ir­staða núna í gos­rás­inni en síðast þar sem lengri tími hafi liðið milli eld­gosa sem þýðir að kvik­an í gos­rás­inni sé orðin seig­ari. Þýðir það meiri fyr­ir­staða fyr­ir þá kviku sem er að reyna að brjóta sér leið til yf­ir­borðs.

Breytt mynstur?

Í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar fyrr í kvöld seg­ir að at­hygli hafi vakið að skjálfta­virkni jókst ekki í aðdrag­anda goss­ins sem hófst í kvöld, ólíkt því sem gerst hef­ur í aðdrag­anda fyrri gosa á Reykja­nesskaga.

Þá hafi þró­un­in und­an­farna mánuði verið sú að það þurfi alltaf aðeins meira magn af kviku að safn­ast fyr­ir í kviku­hólf­inu und­ir Svartsengi milli eld­gosa til að koma næsta at­b­urði af stað.

Kviku­magnið sem hafði safn­ast und­ir Svartsengi fyr­ir þetta eld­gos var aft­ur á móti svipað og hafði safn­ast fyr­ir síðasta gos.

„Þetta er vís­bend­ing um að það munst­ur sem sést hef­ur hingað til í fyrri eld­gos­um er mögu­lega að breyt­ast,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Svipað magn af kviku að safn­ast fyr­ir

Þor­vald­ur seg­ir aðdrag­anda þessa eld­goss hafa verið mjög svipaðan og fyr­ir síðustu gos. 

Hann bend­ir á að þó mæl­ing­ar gefi til kynna að aðeins meira magn hafi safn­ast fyr­ir í geymslu­hólf­inu und­ir Svartsengi fyr­ir hvern at­b­urð und­an­farna mánuði þá hafi magnið sem safnaðist fyr­ir í geymslu­hólf­inu fyr­ir þetta gos verið mjög svipað og fyr­ir þau þrjú eld­gos sem komu á und­an.

Hæg­ist alltaf á flæðinu

Eld­gosið sem braust út í kvöld á Sund­hnúkagígaröðinni er sjö­unda gosið á svæðinu frá því í des­em­ber á síðasta ári.

Spurður hvort að þetta gos styrki hann í þeirri trú, að elds­um­brot muni halda áfram á Reykja­nesskaga næstu mánuðina og jafn­vel árin, seg­ir Þor­vald­ur erfitt að svara því.

Lengri tím­inn sem líði milli at­b­urða gefi aft­ur á móti til kynna að það sé farið að hægja á flæði kviku úr dýpra kviku­hólf­inu und­ir Svartsengi í það grynnra.

Ef flæðið í grynnra kviku­hólfið úr því dýpra fer und­ir þrjá rúm­metra á sek­úndu þá gæti það stöðvast al­veg sem gæti markað enda­lok­in á þess­ari at­b­urðarás. Útlit sé fyr­ir að við séum alltaf að nálg­ast þau mörk. Að mati Þor­vald­ar gæti það gerst eft­ir að eitt til tvö eld­gos hafa liðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert