Skýr vilji til að ganga í ESB

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­mar Guðmunds­son, sem skip­ar annað sæti á lista Viðreisn­ar í Krag­an­um, seg­ir að vext­ir og verðbólga brenni mest á fólki sem hann og meðfram­bjóðend­ur hans ræða við. Hann seg­ir skýrt að stefna Viðreisn­ar sé að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og leyfa fólki að kjósa um aðild.

    Hann efar það að nokk­ur flokk­ur muni setja það sem skil­yrði í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum við Viðreisn að halda ekki þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild. Sig­mar seg­ir að það þurfi að taka til í rík­is­rekstr­in­um og nefn­ir sem dæmi að hægt sé að spara í inn­kaup­um rík­is­ins um 10%, sem myndi spara millj­arða.

    „Það er hægt að selja eign­ir eins og í fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um,“ seg­ir hann og nefn­ir að klára söl­una á Íslands­banka og hluta af Lands­bank­an­um.

    Hann seg­ir að það sé ekki hægt að hækka skatta á fólk og fyr­ir­tæki, sem hann seg­ir Sam­fylk­ing­una boða. Hann viður­kenn­ir að hann væri til í að sjá að þeir sem „mengi“ meira borgi meira og að veiðigjöld verði hækkuð.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert