Sér ekki fyrir endann: „Nei, nei“

Virkni gossins er stöðug.
Virkni gossins er stöðug. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er bara nokkuð stöðugt og gosórói er nokkuð stöðugur. Mjög fáir skjálftar hafa mælst á svæðinu og litlir,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eldgosið á Reykjanesskaga.

Hann segir virknina stöðuga á þremur svæðum og er hún minnst á syðsta svæðinu.

Um hraunstraumana segir Böðvar þá streyma að mestu af miðsvæðinu til vesturs og þaðan eilítið í norðurátt.

Gasmengun blæs út á haf

Sér eitthvað fyrir endann á þessu?

„Nei, nei. Það er ekki hægt að segja til um það enn þá, allavega.“

Þá segir Böðvar norðaustan og norðanátt vera í kortunum þannig að gasmengun muni þá blása yfir Grindavík og út á haf.

Er það mikil mengun?

„Við sjáum ekki nákvæmlega hvað þetta er mikið en það er væntanlega eitthvað þarna í Grindavík.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert