Vill Pírata í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu

Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur Einarsson.

Píratar gætu verið þriðja hjól undir vagni komi til þess að Viðreisn og Samfylking myndi saman ríkisstjórn að loknum alþingiskosningum. Þetta segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi og efsti maður á lista flokksins þar. Grunnur þessara viðhorfa Guðbrands er Evrópumálin sem hann vill að Viðreisn geri að áhersluatriði komi til þess að flokkurinn fari í stjórnarmyndun. Þá eigi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að Evrópusambandinu að vera skilyrði flokksins fyrir þátttöku í ríkisstjórn.

„Ég hef þá bjargföstu skoðun að Viðreisn eigi að gera þetta,“ segir Guðbrandur.

Skoðanir innan Viðreisnar og Samfylkingar um aðild að ESB fara um margt saman, en viðhorfið innan síðarnefnda flokksins er að önnur mál séu brýnni en hugsanlegar viðræður um inngöngu. Þegar Pírötum sleppir segir Guðbrandur að einnig sé ESB-taug í Framsóknarflokknum og hana megi vonandi virkja.

Rætt er við oddvita allra framboða í Suðurkjördæmi í Morgunblaðinu í dag. Samgöngumál eru áberandi í málfutningi þeirra og að gera þurfi betur í útlendingamálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert