Vill Pírata í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu

Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur Einarsson.

Pírat­ar gætu verið þriðja hjól und­ir vagni komi til þess að Viðreisn og Sam­fylk­ing myndi sam­an rík­is­stjórn að lokn­um alþing­is­kosn­ing­um. Þetta seg­ir Guðbrand­ur Ein­ars­son, odd­viti Viðreisn­ar í Suður­kjör­dæmi og efsti maður á lista flokks­ins þar. Grunn­ur þess­ara viðhorfa Guðbrands er Evr­ópu­mál­in sem hann vill að Viðreisn geri að áherslu­atriði komi til þess að flokk­ur­inn fari í stjórn­ar­mynd­un. Þá eigi þjóðar­at­kvæðagreiðsla um aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu að vera skil­yrði flokks­ins fyr­ir þátt­töku í rík­is­stjórn.

„Ég hef þá bjarg­föstu skoðun að Viðreisn eigi að gera þetta,“ seg­ir Guðbrand­ur.

Skoðanir inn­an Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar um aðild að ESB fara um margt sam­an, en viðhorfið inn­an síðar­nefnda flokks­ins er að önn­ur mál séu brýnni en hugs­an­leg­ar viðræður um inn­göngu. Þegar Pír­öt­um slepp­ir seg­ir Guðbrand­ur að einnig sé ESB-taug í Fram­sókn­ar­flokkn­um og hana megi von­andi virkja.

Rætt er við odd­vita allra fram­boða í Suður­kjör­dæmi í Morg­un­blaðinu í dag. Sam­göngu­mál eru áber­andi í mál­futn­ingi þeirra og að gera þurfi bet­ur í út­lend­inga­mál­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert