Átta flokkar næðu inn

Þessir nýju stólar bíða nýkjörinna þingmanna við Austurvöll.
Þessir nýju stólar bíða nýkjörinna þingmanna við Austurvöll. mbl.is/Eyþór

Einn flokk­ur félli af þingi og ann­ar kæmi nýr inn ef úr­slit alþing­is­kosn­inga yrðu í takt við skoðanakann­an­ir Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið síðustu vik­ur, svo þá yrðu átta flokk­ar á Alþingi.

Í blaðinu í dag má sjá út­hlut­un þing­sæta í kjör­dæmi og upp­bót­ar­sæti miðað við þær kann­an­ir og nöfn þeirra þing­manna sem hlytu náð kjós­enda í þeim mæli.

Bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur og Pírat­ar héldu naum­lega velli, en þeir eins og Sósí­al­ist­ar væru aðeins með þrjá menn hver. Fylgið má hins veg­ar lítið breyt­ast til þess að tveir þeirra féllu, en Fram­sókn virðist nokkuð ör­ugg með tvo kjör­dæma­kjörna.

Viðreisn hef­ur sem fyrr mest val um rík­is­stjórn­ar­mynd­un og gæti t.d. myndað 32 manna stjórn með Sam­fylk­ingu og Pír­öt­um með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu að mark­miði, eða 35 manna ef Fram­sókn bætt­ist í hóp­inn, sam­kvæmt Reykja­vík­ur­mód­el­inu svo­nefnda.

Viðreisn gæti einnig myndað 32 manna stjórn til hægri með Miðflokki og Sjálf­stæðis­flokki, eða aðra nær miðjunni með Flokki fólks­ins, auk ótal annarra ef fjór­ir eða fleiri flokk­ar koma að.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert