Yfir 37% segja að Kristrún væri best

Kristrún Frostadóttir nýtur mun meira trausts meðal almennings heldur en …
Kristrún Frostadóttir nýtur mun meira trausts meðal almennings heldur en aðrir stjórnmálaforingjar þegar kemur að þessum tveimur ráðuneytum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm­lega 27% lands­manna telja að Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, væri besti for­sæt­is­ráðherr­ann sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Maskínu. Enn fleiri telja að hún væri besti fjár­mála- og efna­hags­ráðherr­ann.

Þetta kem­ur fram í könn­un Maskínu.

37,4% svar­enda í könn­un­inni telja að Kristrún væri besti fjár­málaráðherr­ann á sama tíma og um 14% telja að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, eða Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, væri besti fjár­málaráðherr­ann.

Þar á eft­ir kem­ur Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, en 9,5% telja að hann væri besti fjár­málaráðherr­ann. Aðrir for­menn mæl­ast með und­ir 6%.

Þor­gerður á eft­ir Kristrúnu

Eins og fyrr seg­ir þá telja flest­ir að Kristrún væri besti for­sæt­is­ráðherr­ann, eða 27,3%. Þar á eft­ir telja 21,3% svar­enda að Þor­gerður Katrín væri besti for­sæt­is­ráðherr­ann og 13,6% telja að Sig­mund­ur Davíð væri besti for­sæt­is­ráðherr­ann.

10,3% svar­enda telja að Bjarni væri besti for­sæt­is­ráðherr­ann en 6,6% segja hið sama um Sig­urð Inga Jó­hanns­son, formann Fram­sókn­ar.

Heild­ar­fjöldi þátt­tak­enda í könn­un­inni var 1.454.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert