Fjögur andlát til skoðunar

Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við …
Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skrán­ing lækn­is á fjór­um and­lát­um af völd­um COVID-19 bólu­efn­is er til skoðunar hjá Embætti land­lækn­is. Er þetta í fyrsta sinn sem að and­lát er skráð í tengsl­um við auka­verk­an­ir eft­ir bólu­setn­ingu í dána­meina­skrá embætt­is­ins.

Þetta staðfest­ir Kjart­an Hreinn Njáls­son, aðstoðarmaður land­lækn­is, í sam­tali við mbl.is.

Rúv greindi fyrst frá. 

Segja sama lækni hafa skráð and­lát­in

Í skrif­legu svari til mbl.is seg­ir að embættið muni leita til óháðra sér­fræðinga til að leggja mat á málið og greint verði frá niður­stöðu þeirra op­in­ber­lega. 

Enn frem­ur seg­ir að embættið muni ekki tjá sig frek­ar um málið. 

Sam­kvæmt ótil­greind­um heim­ild­um Rúv á sami lækn­ir­inn að hafa skráð öll and­lát­in og fólkið sem lést hafi búið á sama hjúkr­un­ar­heim­ili und­ir um­sjá lækn­is­ins.

Kjart­an gat staðfest við mbl.is að sami lækn­ir­inn hefði skráð and­lát­in. 

Heim­ild­ir þeirra herma einnig að lækn­ir­inn hafi verið öt­ull talsmaður lyfs­ins Iver­mect­in.

Sam­kvæmt dán­ar­meina­skrá land­lækn­is voru fjög­ur and­lát sögð vera vegna auka­verk­ana eft­ir Covid-19 bólu­setn­ingu. Voru það þrír karl­ar og ein kona. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert