Fjögur andlát til skoðunar

Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við …
Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skráning læknis á fjórum andlátum af völdum COVID-19 bóluefnis er til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Er þetta í fyrsta sinn sem að andlát er skráð í tengslum við aukaverkanir eftir bólusetningu í dánameinaskrá embættisins.

Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við mbl.is.

Rúv greindi fyrst frá. 

Segja sama lækni hafa skráð andlátin

Í skriflegu svari til mbl.is segir að embættið muni leita til óháðra sérfræðinga til að leggja mat á málið og greint verði frá niðurstöðu þeirra opinberlega. 

Enn fremur segir að embættið muni ekki tjá sig frekar um málið. 

Samkvæmt ótilgreindum heimildum Rúv á sami læknirinn að hafa skráð öll andlátin og fólkið sem lést hafi búið á sama hjúkrunarheimili undir umsjá læknisins.

Kjartan gat staðfest við mbl.is að sami læknirinn hefði skráð andlátin. 

Heimildir þeirra herma einnig að læknirinn hafi verið ötull talsmaður lyfsins Ivermectin.

Samkvæmt dánarmeinaskrá landlæknis voru fjögur andlát sögð vera vegna aukaverkana eftir Covid-19 bólusetningu. Voru það þrír karlar og ein kona. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert