Dagur sætir kæru

Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri hefur verið kærður fyrir tilraun …
Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri hefur verið kærður fyrir tilraun til að afvegaleiða kjósendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Með vís­an til skrifa Dags B. Eggerts­son­ar á face­book síðu Bald­vins Jóns­son­ar legg ég fram kæru á hend­ur hon­um,“ skrif­ar Lúðvík Lúðvíks­son, kær­andi í máli á hend­ur Degi B. Eggerts­syni fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra vegna um­mæla Dags á téðri Face­book-síðu Bald­vins sem er tengdafaðir Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra.

Kveður Lúðvík Dag þar hafa skrifað orðrétt – og vís­ar enn frem­ur í frétt Vís­is af um­mæl­un­um – „Já, hvet alla kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins til að strika yfir mig.“

Kæruskjal Lúðvíks Lúðvíkssonar er dagsett í dag.
Kæru­skjal Lúðvíks Lúðvíks­son­ar er dag­sett í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Með ívitnuðum um­mæl­um hafi Dag­ur, sem að mati kær­anda er „vel­menntaður lækn­ir og með ára­tugareynslu af stjórn­mál­um“, brotið gegn því ákvæði kosn­ingalaga er býður að sekt­um varði, nema þyngri refs­ing liggi við eft­ir öðrum lög­um, ef maður gef­ur út vill­andi kosn­inga­leiðbein­ing­ar, en áskilnað þenn­an er að finna í h-lið 1. máls­grein­ar 136. grein­ar nú­gild­andi kosn­ingalaga frá ár­inu 2021.

Verði lát­inn sæta ábyrgð

Kveðst kær­andi telja það ein­sýnt að um­mæli Dags séu til þess fall­in að af­vega­leiða kjós­end­ur til að ógilda kjör­seðil sinn í kosn­ing­un­um en það ger­ist merki kjós­andi við fleiri en einn lista, merki við einn lista en striki jafn­framt yfir fram­bjóðend­ur annarra flokka eða með öðrum hætti velji eitt­hvað eða hafni því und­ir fleiri lista­bók­stöf­um en ein­um.

„Degi megi vera full­ljóst í ljósi reynslu sinn­ar í stjórn­mál­um að orð hans verði skoðuð sem vill­andi kosn­inga­leiðbein­ing­ar,“ skrif­ar Lúðvík í kæru sinni sem hann send­ir héraðssak­sókn­ara en Ástríður Jó­hann­es­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri lands­kjör­stjórn­ar kvitt­ar ásamt mót­tökuaðila hjá sak­sókn­ara fyr­ir mót­töku kær­unn­ar.

Slær Lúðvík botn­inn í kæru­skjal sitt, sem dag­sett er í dag, fimmtu­dag, með svo­felld­um orðum: „Óska ég eft­ir að héraðssak­sókn­ari taki kær­una til meðferðar þannig að Dag­ur B. Eggerts­son verði lát­inn sæta ábyrgð á fram­an­greind­um orðum sín­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert