Framkvæmdatíð er fram undan

Hvammsvirkjun hefur verið lengi í deiglunni.
Hvammsvirkjun hefur verið lengi í deiglunni. Tölvumynd/Landsvirkjun

„Við ger­um bet­ur með hverri fram­kvæmd. Í öll­um verk­efn­um er góð um­gengni við landið og sátt við nátt­úru og sam­fé­lag áherslu­mál okk­ar og þar þurfa all­ir að vera í sama liði. Raun­ar eru svona fram­kvæmd­ir ein risa­stór verk­efna­stjórn­un,“ seg­ir Ásbjörg Krist­ins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjá Lands­virkj­un.

Aust­ur í Landsveit eru nú hafn­ar fram­kvæmd­ir við und­ir­bún­ing að upp­setn­ingu vinnu­búða og ann­ars sem til­heyr­ir bygg­ingu Hvamms­virkj­un­ar. Vega­gerðin mun leggja nýj­an 8 km lang­an Búðafoss­veg frá Land­vegi að Þjórsár­dals­vegi, með rúm­lega 200 m langri brú yfir Þjórsá nærri foss­in­um Búða.

Þar með skap­ast teng­ing milli Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps; áhrifa­svæðis virkj­un­ar­inn­ar nýju. Fram­kvæmd­ir henn­ar vegna fara á fullt með vor­inu. Þar er margt und­ir í einu; svo sem að grafa þarf göng og skurði og reisa 18 metra háa stíflu í Þjórsá, ofan við stöðvar­hús vænt­an­legr­ar afl­stöðvar.

Lang­ur und­ir­bún­ings­tími

Und­ir­bún­ingi að þrem­ur stór­um verk­efn­um á Suður­landi er lokið og leyf­is­mál í höfn vegna bygg­ing­ar Hvamms­virkj­un­ar og vindorkug­arðs í Búr­fells­lundi. Einnig á að stækka Sigöldu­virkj­un; bæta þar við fjórðu vél­inni svo upp­sett afl fari úr 150 MW í 215 MW.

Hvamms­virkj­un hef­ur verið lengi í deigl­unni, enda þykir hún hag­felld­ur kost­ur. Þannig mun virkj­un­in nýta sama vatns­fall og þær sjö afl­stöðvar sem eru ofar í land­inu á Þjórsár- og Tungna­ár­svæðinu. Flest­ir þeir innviðir sem þarf eru á svæðinu, svo sem lón, lín­ur og veg­ir, seg­ir Ásbjörg.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert