Ekki lengur ókeypis að geyma lík

Grunngjaldið verður 30 þúsund krónur fyrir vistun líks í allt …
Grunngjaldið verður 30 þúsund krónur fyrir vistun líks í allt að 15 daga. mbl..is/Kristinn Ingvarsson

Byrjað verður að innheimta gjald fyrir að geyma lík í líkhúsinu á Naustahöfða á Akureyri núna um mánaðamótin.

Útfararþjónusta Akureyrar efh. tekur þá við rekstri líkhússins en hingað til hefur verið ókeypis að geyma þar lík, að því er Akureyri.net greinir frá.

Grunngjaldið verður 30 þúsund krónur fyrir vistun líks í allt að 15 daga.

Fram kemur að Kirkjugörðum Akureyrar, sem er opinbert fyrirtæki, er óheimilt að innheimta líkhúsgjald. Útfararþjónusta Akureyrar, sem tekur nú við rekstrinum og er að fullu í eigu Kirkjugarða Akureyrar, má aftur á móti innheimta slíkt gjald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert