Sala á flugvallarlandi byggist á veikum grunni frá upphafi

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er greinilegt á þessu svari fjármálaráðuneytisins að heimildin fyrir sölu á flugvallarlandinu er byggð á mjög veikum forsendum. Hér er um að ræða svo mikilvægt mál að það er ekki forsvaranlegt að færa flugvallargirðinguna fyrr en búið er að skera úr um hvort ráðherrann fór fram úr lagaheimildum eða ekki,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson formaður fjárlaganefndar um sölu á landi ríkisins til Reykjavíkurborgar árið 2013.

Fór fram úr heimildum

Í Morgunblaðinu 7. nóvember sl. gagnrýndi Njáll Trausti sölu á flugvallarlandi þegar Katrín Júlíusdóttir þáverandi fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson þá formaður borgarráðs skrifuðu undir samkomulag þess efnis.

Njáll Trausti benti á að ráðherrann hefði aðeins haft heimild til viðræðna um sölu á landi utan flugvallargirðingar en samningurinn hefði verið um mun stærra svæði bæði innan og utan girðingar.

Tilefnið var beiðni Svandísar Svavarsdóttur þáverandi innviðaráðherra um að umrædd flugvallargirðing yrði færð til að rýma fyrir nýrri byggð í Skerjafirði.

„Það er stóralvarlegt hvernig hefur verið tekið á þessu máli að mínu mati. Málið þarf að skoða gaumgæfilega í heild sinni því það hefur verið rekið áfram á mjög veikum grunni frá upphafi.“

Svar ráðuneytisins

Morgunblaðið sendi fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um hvaða gögn hefðu legið að baki ákvörðun ráðherrans.

Í svari ráðuneytisins er vísað í minnisblað fjárreiðu- og eignaskrifstofu til fjárlaganefndar frá 9. nóvember 2012 um að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um sölu á hluta eða öllu því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem sé fyrir utan flugvallargirðingu. Í svarinu kemur einnig fram að borgin óski eftir að kaupa land sem losni við fyrirhugaða færslu á flugvallargirðingu og aðrar minni spildur við flugvöllinn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert