Brynjar hættur: Hefði ekki getað verið án Pírata

Brynjar Níelsson er hættur í stjórnmálum.
Brynjar Níelsson er hættur í stjórnmálum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er far­inn að venj­ast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okk­ur Soffíu í gamla daga. En nú er loks­ins komið að leiðarlok­um hjá mér í stjórn­mál­um,“ seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fram­bjóðandi flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður.

Brynj­ar var þriðji á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu en kemst ekki á þing.

„Soffía sagði við mig þegar ég vaknaði að ég hefði hvort eð er ekki getað verið á þing­inu án Pírata. Ég hefði bara reytt hár mitt og klórað mig til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þing­menn sem ætla að gera allt fyr­ir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni,“ seg­ir Brynj­ar í pistli á Face­book.

Seg­ist hann hvorki sár né svekkt­ur enda hafi hann vitað að brekk­an var brött og löng. Þakk­ar hann sjálf­stæðismönn­um í kosn­inga­bar­átt­unni.

„Nú mun ég leita á önn­ur og ólík mið því and­legt og lík­am­legt at­gervi mitt er enn gott þótt marg­ir gætu haldið annað.“

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þurfi að fara í nafla­skoðun

Brynj­ar seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þurfi að fara í nafla­skoðun eft­ir kosn­ing­arn­ar.

Ef flokk­ur­inn ætli að vera áfram leiðandi í ís­lenskri póli­tík þurfi hug­rekki og að tala skýrt fyr­ir stefnu­mál­um ásamt því að lesa eig­in sal.

„Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í póli­tík?“ spyr Brynj­ar að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert