„Við verðum að hafa húmor fyrir sjálfum okkur“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eyþór

„Fund­ur­inn í dag var mjög góður og við áttuðum okk­ur á að það eru mjög marg­ir flet­ir sem hægt er að sam­mæl­ast um,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar.

Hún seg­ir að næstu tveir til þrír dag­ar muni gefa betri mynd af því hvort sam­starf Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins sé mögu­legt. 

Hún seg­ir að stór viðfangs­efni blasi nú við og að for­menn­irn­ir þurfi að ná ákveðnum ramma og lend­ingu í þeim mál­um.

Þá kveðst hún fyrst og síðast hugsa um efna­hags­mál­in.

„Við lögðum mikla áherslu á að ná niður verðbólgu og vöxt­um, sýna aðhald í rík­is­rekstri, skoða og velta öll­um hlut­um við hvort sem það er í op­in­ber­um inn­kaup­um eða fjár­stýr­ingu rík­is­ins. Það skipt­ir okk­ur mjög miklu máli.“

„Svarið við því er já“

Þor­gerður seg­ir að fyrsti fund­ur­inn hafi verið góður til að meta hvort hóp­ur­inn geti haldið áfram sam­ræðum sín­um af heil­ind­um og ein­lægni og með ákveðin mark­mið og metnað í huga.

„Svarið við því er já. Ég segi það núna, já ekki spurn­ing. Þannig að ég bara hlakka til fund­ar­ins á morg­un.“

All­ar sam­mála um fækk­un ráðuneyta

Aðspurð seg­ir hún að sam­tal um Evr­ópu­mál­in hafi ekki byrjað í dag. Spjallið hafi verið al­mennt.

Þá þyki henni gott að hafa náð að ræða fækk­un ráðuneyta sem for­menn­irn­ir þrír séu sam­mála um. Ekki sé þó búið að taka nein­ar ákv­arðanir í sam­bandi við það.

„Nú ætl­um við að fara að afla upp­lýs­inga, fá tölu­leg gögn og það sem mér fannst líka gott að finna var hvað við vor­um al­gjör­lega sam­mála um það að vera með þessi gögn fyr­ir fram­an okk­ur, fara í ákveðnar skýrsl­ur, lesa, vinna og svo fram­veg­is.“

Þá seg­ir Þor­gerður að það sé margt sem veit á gott í sam­skipt­um formann­anna og að næstu tveir til þrír dag­ar muni gefa betri mynd af hugs­an­legu sam­starfi þeirra á milli.

Mik­il­vægt að hafa létt­leika

Nú hef­ur verið talað um Val­kyrj­u­stjórn­ina, hvernig líst þér á þetta nafn?

„Erum við að tala um Urði, Verðandi og Skuld? Já, já, það er al­veg sjarmi í þessu,“ seg­ir Þor­gerður og held­ur áfram:

„Það verður að vera ein­hver létt­leiki í þessu og við verðum að hafa húm­or fyr­ir sjálf­um okk­ur. Ég held að húm­or skili okk­ur langt. Hann skilaði okk­ur í Viðreisn mjög langt og um leið og við erum mjög meðvituð um verk­efn­in sem fram und­an eru þá er líka gott að hafa ein­hvern létt­leika sam­hliða því.“

Komn­ar með áætl­un

Eins og komið hef­ur fram munu for­menn­irn­ir funda aft­ur sam­an á morg­un en ekki hef­ur verið ákveðið klukk­an hvað né hvenær og seg­ir Þor­gerður að það verði skoðað í kvöld eða fyrra­málið.

Spurð hvort hún sé vongóð um að for­menn­irn­ir geti fundað áfram næstu daga án vand­kvæða seg­ir Þor­gerður að það sé ætl­un­in og að það sé komið plan.

„Það er áætl­un um það hvernig við ætl­um að haga þessu næstu daga þannig það er kom­inn ákveðinn rammi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert