Fundur hafinn í Smiðju

Fundur er hafinn.
Fundur er hafinn. mbl.is/Karítas

Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins halda áfram í dag en fund­ur hófst klukk­an 9.30. Fund­ur­inn er hald­inn í Smiðju, skrif­stofu­hús­næði Alþing­is.

Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ir for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is.

Staðan í rík­is­bú­skapn­um til umræðu

Kristrún sagði í sam­tali við mbl.is í gær að fund­ur­inn í gær hefði gengið vel. Hinar breiðari strok­ur mögu­legs stjórn­ar­sam­starfs hefðu verið rædd­ar, en stak­ar aðgerðir og ráðherra­skip­an síður.

„Allt sem er rætt um í dag er til þess að tryggja áfram­hald­andi lækk­un vaxta og verðbólgu. Við erum að þreifa fyr­ir okk­ur á stöðunni í rík­is­bú­skapn­um auk þenslu í hag­kerf­inu. Þetta er á meðal þess sem verður rætt á morg­un,“ sagði Kristrún í sam­tali við mbl.is í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert