Nýrri ríkisstjórn er spáð fyrir jól

Viðræður formannanna halda áfram í dag.
Viðræður formannanna halda áfram í dag. mbl.is/Karítas

Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ganga prýðilega og spáir heimildarmaður Morgunblaðsins, sem ekki vill koma fram undir nafni, því að viðræðurnar klárist að öllum líkindum fyrir jól. Fari svo, tekur ný ríkisstjórn fyrrnefndra flokka við stjórnartaumunum hér á landi innan tveggja vikna.

Segir hann að viðræðunum miði vel og engar óyfirstíganlegar hindranir hafi orðið á vegi flokksformannanna þriggja það sem af er.

Þær Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins funduðu ekki í gær, sunnudag. Þær hittust hins vegar á fundi heima hjá Ingu á laugardag og héldu þar viðræðunum áfram.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert