Veirusýkingin fer „hratt upp“: Mótefni til skoðunar

Embætti landlæknis er með til skoðunar hvort taka eigi upp …
Embætti landlæknis er með til skoðunar hvort taka eigi upp nýtt mótefni hér á landi á næsta ári til að berjast gegn RS-veirusýkingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekk­ert bend­ir til þess að RS-veiru­sýk­ing­in sé að fara niður en hún get­ur valdið al­var­leg­um veik­ind­um hjá ung­um börn­um. Sett­ur land­lækn­ir seg­ir að það sé til skoðunar að fá mót­efni hingað til lands á næsta ári sem geti fækkað inn­lögn­um á spít­ala vegna veirunn­ar tölu­vert.

Greint var frá í dag að alls greind­ust 80 manns með RS-veiru­sýk­ingu á Land­spít­ala í síðustu viku. Eru það mikið fleiri en vik­una á und­an.

Þá lágu 30 ein­stak­ling­ar inni með sýk­ing­una, þar af 11 börn und­ir eins árs aldri.

Guðrún Asp­e­lund, sett­ur land­lækn­ir, seg­ir ekk­ert ár vera ná­kvæm­lega eins þegar kem­ur að sýk­ing­unni en bend­ir jafn­framt á að RS-veiru­sýk­ing­in hafi verið gerð til­kynn­ing­ar­skyld í fyrra og því sé ekki mik­ill sam­an­b­urður á milli ára í boði.

Hægt er þó að sjá á heimasíðu embætt­is land­lækn­is mæla­borð sem sýn­ir m.a. tíðni RS-veirunn­ar eft­ir aldri og má þar sjá að börn yngri en eins árs eru þau sem grein­ast flest með veiruna.

Bein lína upp eins og er

„Þetta er að fara mjög skarpt upp og við vit­um nátt­úru­lega ekki hvar topp­ur­inn verður þannig maður veit ekki al­veg heild­ar­fjöld­ann en það fer eft­ir hvað þetta fer langt upp og hvað þetta fer hratt niður eða hægt niður.

En það er ekk­ert sem bend­ir til þess að þetta sé að fara niður. Þetta er bara bein lína upp eins og er,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is

Þá seg­ir hún hlut­fall já­kvæðra sýna hafa einnig verið að aukast sem bendi til að það sé raun­veru­leg aukn­ing á sýk­ing­unni í sam­fé­lag­inu. Hún sé ekki bara að sjást í aukn­um mæli vegna fleiri sýna­taka.

„Þetta er mikið og er að fara ansi hratt upp.“

Guðrún Aspelund, settur landlæknir.
Guðrún Asp­e­lund, sett­ur land­lækn­ir. Morg­un­blaðið/​Eggert

Einnig að geisa í Evr­ópu

Þá er veiru­sýk­ing­in einnig að geisa í Evr­ópu og seg­ir Guðrún að RS-veir­an sé í raun aðal­veiru­sýk­ing­in sem sé í gangi núna.

„In­flú­ensa er vissu­lega far­in af stað en það er ekki kom­inn mik­ill far­ald­ur á hana.“

Aðspurð seg­ir hún alla geta fengið RS-veiru­sýk­ing­una en að fyr­ir flesta séu ein­kenni væg og lík­ist kvefi. Þannig geti mögu­lega ein­hverj­ir verið með sýk­ing­una en ekki vitað af því.

„En þeir sem verða verst veik­ir eru yngstu börn­in og síðan eldra fólk líka en aðallega ung börn.“

Geta lent í önd­un­ar­vél

Seg­ir Guðrún að þá sé verið að tala um ung­börn sem séu yngri en eins árs en meiri­hluti þeirra sem hafa smit­ast er yngri en tveggja ára.

„Þau geta al­veg orðið al­var­lega veik og það hafa ein­mitt verið núna í síðustu viku og þar á und­an svona um tíu börn inni á spít­al­an­um og þetta get­ur orðið mjög al­var­legt.

Börn geta þurft að fara í önd­un­ar­vél út af RS. Það er ekk­ert óal­gengt ef þau lenda á spít­ala. Stund­um ef þau eru með svona mikla önd­un­ar­færa­sýk­ingu þá geta þau ekki nærst sjálf og þá þarf kannski að gefa þeim nær­ingu í gegn­um slöngu ofan í mag­ann.“

Ljós­mynd/​Colour­box

Komið mót­efni

Spurð hvernig best sé að reyna að forðast að verða fyr­ir smiti minn­ir Guðrún á al­menn­ar sótt­varn­ir en nefn­ir jafn­framt að það sé þó ekki alltaf jafn ein­falt þegar um lít­il börn sé að ræða.

„Það sem við reiðum okk­ur helst á ann­ars í for­vörn­um eru bólu­setn­ing­ar.“

Nefn­ir Guðrún að það sé þó ekki til bólu­efni gegn RS-veirunni en að komið sé mót­efni sem er frá­brugðnara því sem finna má hér á landi.

Seg­ir hún mót­efnið sem boðið hafi verið upp á hér heima sé ekki lang­virkt og ein­ung­is fyr­ir áhættu­hópa. Það sé gefið inni á spít­ala og ekki á veg­um sótt­varn­ar­lækn­is.

„Það er gefið fyr­ir­bur­um og þeim sem eru með hjarta- og lungna­sjúk­dóma en þeir þurfa að fá það einu sinni í mánuði yfir tíma­bilið [sem RS-veir­an geng­ur yfir].“

Yrði gefið unga­börn­um

Seg­ir Guðrún að nú sé hins veg­ar komið nýtt mót­efni sem hafi verið notað í fyrsta skipti í fyrra­vet­ur í nokkr­um lönd­um í Evr­ópu eins og Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Finn­landi svo fá­ein séu nefnd.

Því mót­efni hafi verið gefið börn­um í upp­hafi vetr­ar og ein­ung­is einu sinni og seg­ir Guðrún mót­efnið hafa virkað mjög vel og að verið sé að skoða hvort reynt verði að koma mót­efn­inu hingað til lands á næsta ári.

Tek­ur þó Guðrún fram að mót­efnið yrði ekki fyr­ir börn á öll­um aldri held­ur væri miðað að ung­um börn­um sem væru að fæðast á svipuðum tíma og RS-veir­an væri að ganga yfir en þá börn­um sem væru mjög ung á því tíma­bili.

Geti minnkað inn­lagn­ir um 80%

Þá tek­ur hún einnig fram að ekki sé um að ræða bólu­efni en lík­am­inn myndi mót­efni eft­ir bólu­setn­ingu. Um sé að ræða beint mót­efni og myndi því ekki fylgja auka­verk­an­ir fyr­ir þá sem fá það.

„Þetta kem­ur ekki í veg fyr­ir allt og kem­ur ekki í veg fyr­ir smit en það virðist vera að þetta geti minnkað inn­lagn­ir al­veg upp í 80%.“

Mjög ör­uggt efni

Seg­ir hún að það þurfi þó að mæla með því við stjórn­völd og svo að fjár­magna það en tek­ur fram að það sé í skoðun.

„Þessi fyrsti vet­ur þar sem þetta var notað, við höf­um verið að skoða þær niður­stöður núna í haust og okk­ur sýn­ist þær vera mjög góðar og þetta er mjög ör­uggt efni. Þetta er mót­efni þannig það eru eng­ar auka­verk­an­ir.“

Þá nefn­ir hún að einnig séu kom­in önn­ur bólu­efni fyr­ir fólk sem er yfir sjö­tugt til að berj­ast gegn önd­un­ar­færa­sýk­ing­um og að embætti land­lækn­is sé líka með það til skoðunar á borði sínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert