Viðbrögð ríkisstjórnarinnar ráða árangrinum

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs seg­ist ánægður með fyr­ir­hugaðar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hagræðingu í rík­is­rekstri. Hann legg­ur áherslu á hver viðbrögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði við til­lög­um sem ber­ast frá al­menn­ingi.

„Ég fagna þessu sam­ráðsferli. Þetta er frá­bært fram­tak og góð leið til að hefja störf nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.“

Þetta seg­ir Björn Brynj­úlf­ur Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs, í sam­tali við mbl.is spurður hvernig hon­um lit­ist á fyr­ir­hugaðar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Póli­tískt lit­róf skipti ekki máli

„Það eru fjöl­mörg tæki­færi til að fara bet­ur með op­in­bert fé og stjórn­mál­in eiga að geta sam­ein­ast um það. Það skipt­ir ekki máli hvar menn eru á hinu póli­tíska lit­rófi, það á alltaf að vera sam­eig­in­legt hags­muna­mál okk­ar að fara sem best með fjár­muni al­menn­ings.“

Spurður um þá leið sem rík­is­stjórn­in fer um að leita til al­menn­ings um álit seg­ist Björn ánægður með það. Það sé verið að virkja fólk til þátt­töku og bend­ir hann jafn­framt á hversu mik­ill fjöldi um­sagna hafi borist í sam­ráðsgátt­ina.

Af­nám sérrétt­inda op­in­berra starfs­manna

„Við hjá Viðskiptaráði erum að vinna um­sögn þar sem við leggj­um til það helsta sem er á okk­ar for­gangslista varðandi aðgerðir til að hagræða í rík­is­rekstri.“

Björn seg­ir vænt­an­leg­ar til­lög­ur Viðskiptaráðs byggj­ast meðal ann­ars á vinnu sem var gerð fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar og síðustu fjár­lög.

Hann seg­ir mörg tæk­færi fyr­ir hendi til að hagræða í rík­is­rekstri. Nefn­ir hann sem dæmi að hætt verði niður­greiðslum vegna raf­bíla­kaupa, frjáls­ræði vegna veðmála­starf­semi aukið og að vaxta­bóta­kerfi og hlut­deild­ar­lán verði af­num­in.

„Við höf­um einnig lagt til fækk­un stofn­ana um 23, niður­lagn­ingu styrkja til stjórn­mála­flokka, sölu nokk­urra rík­is­fyr­ir­tækja og af­nám sérrétt­inda op­in­berra starfs­manna.“

„Það verður próf­steinn“

„Aðal­atriðið er ekki að kalla eft­ir at­huga­semd­um og fá þær inn, held­ur að vinna vel úr þeim og grípa til aðgerða. Viðbrögð nýrr­ar rík­is­stjórn­ar munu því ráða ár­angr­in­um þegar uppi er staðið,“ seg­ir Björn.

Hann tek­ur því fram að það sé já­kvætt að ferlið sé hafið en að stærsta atriðið sé hver verði niðurstaðan og hvaða aðgerðir verði ráðist í.

„Þar mun reyna mest á nýja rík­is­stjórn, hef­ur hún burði til að tak­ast á við mál þar sem fá­menn­ir hóp­ar standa í vegi fyr­ir kerf­is­breyt­ing­um eða hagræðing­um sem myndu spara al­menn­ingi skatt­fé. Það verður próf­steinn­inn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka