Katrín gengur til liðs við Athygli

Katrín hefur þegar hafið störf hjá ráðgjafarfyrirtækinu Athygli.
Katrín hefur þegar hafið störf hjá ráðgjafarfyrirtækinu Athygli. Ljósmynd Aðsend

Katrín Júlíusdóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli þar sem hún mun sinna ráðgjöf tengdri stjórnsýslu, stefnumótun, samskipta- og kynningarmálum.

Katrín hefur undanfarið unnið að sérverkefnum í ráðgjöf sem og ritstörfum. Hún var iðnaðar-, fjármála- og efnahagsráðherra árin 2009-2013 og sat Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 2003 til 2016. Katrín var framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja i fjármálaþjónustu frá 2016 til 2022. Þá var hún kosningastjóri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar.

Hún útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert