Vinstri menn bjóða upp í dans

Líf Magneudóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, gáfu út sameiginlega yfirlýsingu.
Líf Magneudóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, gáfu út sameiginlega yfirlýsingu. Samsett mynd.
Líf Magneu­dótt­ir og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trú­ar Vinstri grænna og Sósí­al­ista, hafa sent frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu á Face­book í kjöl­far þess að meiri­hlut­inn er sprung­inn í borg­inni.

Segj­ast þær til­bún­ar til viðræðna um mynd­un nýs meiri­hluta við þá sem deila þeirra sýn í borg­ar­mál­un­um.

Mögu­leiki er á því að vinstri menn myndu fjöl­flokka meiri­hluta í borg­inni án Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðismanna. Þannig að Sam­fylk­ing, VG, Pírat­ar, Viðreisn, Flokk­ur fólks­ins og Sósí­al­ist­ar myndi meiri­hluta.

Reiðubún­ar í sam­tal 

Eng­ar fregn­ir hafa þó borist af því að slík­ar viðræður standi yfir en þær Líf og Sanna koma fram í sam­ein­ingu og segja að þær séu til­bún­ar til sam­starfs við flokka á vinstri vængn­um um mynd­un nýs meiri­hluta. Þær telja ekki eft­ir­spurn eft­ir hægri öfl­um í Reykja­vík. 
„Þvert á móti er mik­il­vægt að rót­tæk fé­lags­hyggju­sjón­ar­mið komi þar skýrt að mál­um. Það er full­ur vilji okk­ar til að vinna sam­eig­in­lega að því marki með öll­um mögu­leg­um hætti. Við erum til í slag­inn að taka á brýn­um verk­efn­um svo sem í hús­næðismál­um og skóla­mál­um. All­ar ákv­arðanir um framtíð Reykja­vík­ur ætti að taka á grunni lýðræðis og hug­sjóna um jöfnuð og fé­lags­legt rétt­læti, en ekki með hrossa­kaup­um í bak­her­bergj­um til að svala per­sónu­leg­um metnaði. Í því skyni að koma á ábyrgri for­ystu fyr­ir Reykja­vík lýs­um við okk­ur reiðubún­ar til sam­tals við þá flokka í borg­ar­stjórn sem eru sama sinn­is.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert