Tæp sjö þúsund vegabréf afhent

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, og Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, og Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá.

Mik­il ánægja er með hvernig til hef­ur tek­ist með til­rauna­verk­efni um af­hend­ingu skil­ríkja í Hag­kaup í Skeif­unni.

Tæp­ir fjór­ir mánuðir eru nú liðnir frá því að sam­starf Þjóðskrár og Hag­kaups var kynnt og hef­ur á þeim tíma verið stríður straum­ur fólks sem sæk­ir vega­bréf og nafn­skírteini í versl­un Hag­kaups.

„Það er skemmst frá því að segja að til­rauna­verk­efnið um af­hend­ingu skil­ríkja í Hag­kaup í Skeif­unni geng­ur eins vel og hægt var að hugsa sér, í raun fram­ar öll­um von­um,“ seg­ir Júlía Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu hjá Þjóðskrá, en um­rætt til­rauna­verk­efni er til sex mánaða. Hún seg­ir að starfs­fólk Hag­kaups standi sig með ein­dæm­um vel við af­hend­ing­una og viðskipta­vin­ir Þjóðskrár séu virki­lega ánægðir auk þess sem kerfi og ferl­ar gangi vel.

Júlía seg­ir að sam­an­lagt hafi 6.707 vega­bréf verið af­hent í versl­un Hag­kaups á þess­um tíma. Það er um það bil 40% af heild­ar­fjölda þeirra vega­bréfa sem fram­leidd hafa verið en inni í heild­ar­töl­unni eru einnig vega­bréf sem fram­leidd eru fyr­ir fólk sem bú­sett er úti á landi og er­lend­is.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert