Evrópa þéttir raðirnar og Ísland á að taka þátt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Karítas

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir helstu niður­stöðu eft­ir ör­ygg­is­ráðstefn­una í München í Þýskalandi um helg­ina og aðra at­b­urði í alþjóðamál­um vera þá að Evr­ópa sé að stíga upp og axla aukna ábyrgð á varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um.

Hún seg­ir ákveðin straum­hvörf nú eiga sér stað á alþjóðasviðinu og að Evr­ópa sé að þétta raðirn­ar. Ísland þurfi að vera full­ir þátt­tak­end­ur í þeirri heild sem sé að mynd­ast í Evr­ópu. Þetta sagði hún í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Síðasta vika hef­ur verið mjög viðburðamik­il á alþjóðasviðinu eft­ir yf­ir­lýs­ing­ar frá Banda­ríkj­un­um í tengsl­um við Úkraínu, sím­tal Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, ræðu J.D. Vance, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, á ör­ygg­is­ráðstefn­unni, neyðar­fund leiðtoga Evr­ópu­ríkja í Par­ís og svo fund­ar ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna með ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands í Sádí-Ar­ab­íu til að ræða mögu­leg­ar friðarviðræður. Voru Evr­ópuþjóðir og Úkraína hvergi nærri á þeim fundi.

„Það er eitt­hvað sem í mín­um huga stemm­ir ekki“

Fund­in­um í Sádí-Ar­ab­íu lauk síðdeg­is í dag, en rætt var við Þor­gerði á há­degi. Þor­gerður ger­ir at­huga­semd­ir við þenn­an fund stór­veld­anna um framtíð Úkraínu.

„Það er eitt­hvað skrítið við það þegar Rúss­ar og Banda­ríkja­menn setj­ast niður í Sádí-Ar­ab­íu að ræða um Úkraínu og ör­yggi Evr­ópu. Það er eitt­hvað sem í mín­um huga stemm­ir ekki. Hvað kem­ur út úr þess­um fundi, ég vona að það verði ekki Pútín sem verði sterki maður­inn, held­ur að það verði frjáls og friðsöm Úkraína og það sama gild­ir um Evr­ópu. Þar liggja okk­ar hags­mun­ir.“

Seg­ir hún að ef ekki ná­ist friður og Úkraína verði sjálf­stæð og frjáls, þannig að rétt­lát­ur og langvar­andi friður ríki í Úkraínu, þá sé ör­yggi í Evr­ópu ógnað.

Ekki Rússa eða Banda­ríkja­manna að ákveða

Spurð út í neyðar­fund leiðtoga sjö Evr­ópu­ríkja í gær vegna ákvörðunar Banda­ríkj­anna og Rúss­lands að funda án aðkomu annarra, seg­ir Þor­gerður að það já­kvæða sem hafi komið út úr þeim fundi hafi meðal ann­ars verið að þátt­taka Úkraínu í bæði Atlants­hafs­banda­lag­inu og Evr­ópu­sam­band­inu hafi ekki verið sett út af borðinu.

„Það er ekki Rússa að ákveða það og það er ekki Banda­ríkja­manna að ákveða það. Banda­ríkja­menn geta í eina rönd­ina ekki kraf­ist þess að Evr­ópa stígi upp, sem hún er að gera og ætl­ar að fjár­festa meira í vörn­um og ör­yggi, veita þess­ar efna­hags­legu og varn­ar­legu ábyrgðir sem verið er að biðja um, en segja síðan „þið hafið ekk­ert um það að gera hvað er samið um.“ Þetta kem­ur ekki heim og sam­an,“ seg­ir Þor­gerður.

Seg­ir hún gott að sjá sterk­an vilja Evr­ópu í þessu máli. „Hún [Evr­ópa] þarf að stíga upp og axla þessa ábyrgð. Banda­rík­in eru meira með hug­ann við Kína og Suður-Kína­haf. Það þýðir að Evr­ópa þarf að passa upp á sitt ör­yggi sjálf og það er það sem hún er að gera núna,“ bæt­ir Þor­gerður við.

Ákveðin straum­hvörf á alþjóðasviðinu

Eft­ir at­b­urði liðinn­ar viku, hvernig met­ur Þor­gerður sam­stöðu Evr­ópuþjóða og Banda­ríkj­anna.

Erum við í öðrum heimi í alþjóðamál­um en áður?

„Það eru ákveðin straum­hvörf. Það sem ég skynja, Evr­ópa er að þétta raðirn­ar. Það er mjög mik­il­vægt. Hún þurfti að gera það og er að gera það. Þá skipt­ir máli fyr­ir okk­ur Íslend­inga að vera full­ir þátt­tak­end­ur í því að vera hluti í þeirri heild sem er að mynd­ast. Þá er ég ekki bara að tala um Evr­ópu­sam­bandið, held­ur önn­ur ríki sem eru ekki í Evr­ópu­sam­band­inu eða Nató. Það finnst mér hafa komið gott út úr ráðstefn­unni. Evr­ópa er á varðbergi,“ seg­ir Þor­gerður.

Tek­ur hún fram að Ísland hafi átt gott sam­starf við Banda­rík­in í gegn­um tíðina og að hún voni að það verði raun­in áfram. Hins veg­ar sé greini­legt að Ísland þurfi að eiga meiri sam­skipti við Banda­rík­in.

Eru á varðbergi og átta sig á að hlut­irn­ir eru að breyt­ast

Horf­ir þú á Banda­rík­in sem full­komna banda­lagsþjóð áfram?

„Ég vil ein­fald­lega horfa á Banda­rík­in sem mik­il­væga þjóð fyr­ir okk­ur Íslend­inga, bæði ver­andi í Nató og líka að vera með tví­hliða varn­ar­samn­ing­inn sem hef­ur verið í gildi frá 1951. Sama hvoru meg­in for­set­ar hafa verið, hvort sem þeir hafa verið demó­krat­ar eða re­públi­kan­ar, þeir hafa viljað standa við þann samn­ing og ég vona að það verði ekki breyt­ing á því.“

Spurð að lok­um hvort hún ótt­ist að breyt­ing­ar geti orðið á þeirri stöðu milli þjóðanna seg­ir Þor­gerður: „Við erum að skoða ýmsa hluti og erum á varðbergi og átt­um okk­ur á því að hlut­irn­ir eru að breyt­ast og við nátt­úru­lega erum að meta stöðuna út frá þess­um breytta veru­leika.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert