Blæðingar og bylgjur hættan

Samgöngur Vegurinn frá Borgarnesi ásamt Snæfellsneshringnum illa farinn af bylgjum …
Samgöngur Vegurinn frá Borgarnesi ásamt Snæfellsneshringnum illa farinn af bylgjum og hvörfum. Ástæðan er frostlyfting sem gengur ekki til baka. Ljósmynd/Vegagerðin

„Það eru ekki bara blæðing­arn­ar í veg­un­um sem eru vanda­málið held­ur ekki síður hvað veg­irn­ir eru ójafn­ir og það mynd­ast bylgj­ur og hvörf sem valda hættu þegar við keyr­um með blá ljós á öðru hundraðinu með sjúk­ling í bíln­um. Maður man nátt­úru­lega ekki alltaf eft­ir öll­um hvörf­um í veg­in­um og þegar það ger­ist þá erum við með sjúk­ling­inn fljúg­andi.“

Þetta seg­ir Ein­ar Þór Strand, sjúkra­flutn­ings­maður og slökkviliðsstjóri í Stykk­is­hólmi, spurður um ástand vega á Vest­ur­landi og áhrif þess á sjúkra­flutn­inga.

„Það er nátt­úru­lega best að vera bara með kol­svart­an húm­or í þessu og við höf­um sagt að úr því að ekki sé hægt að laga veg­ina þá sé kannski reyn­andi að virkja þetta ástand með þeim hætti að við gæt­um sparað okk­ur hjarta­hnoðstæk­in með því að skorða spýtu frá brjóst­kassa sjúk­lings­ins upp í topp­inn á bíln­um, keyra svo á 140 km hraða til Reykja­vík­ur og þá erum við kom­in með 120 slög á mín­útu.“

Hann seg­ir að bylgj­urn­ar í veg­in­um séu frá Borg­ar­nesi og all­an Snæ­fells­nes­hring­inn.

„Ástæðan fyr­ir bylgj­un­um og hvörf­un­um í veg­un­um er frost­lyft­ing sem geng­ur ekki til baka og vanda­málið held­ur áfram að vaxa á sama tíma og ekki fæst nema þriðjung­ur af þeim pen­ing­um sem í vega­kerfið er inn­heimt með margs kon­ar gjöld­um til rík­is­ins.“

Um blæðing­arn­ar á veg­un­um seg­ir Ein­ar að mal­bikið sé ekki leng­ur blandað með stein­ol­íu.

„Nú er hætt að nota stein­ol­íu við að þynna bikið og í stað þess er notað lýsi og jurta­ol­ía, því það á að vera svo um­hverf­i­s­vænt og á að minnka eitt­hvert kol­efn­is­fót­spor. Stein­olí­an gufaði upp á ein­hverj­um vik­um eft­ir að mal­bikið var lagt og þá var tjar­an harðari. Jurta- og dýrafitu­olí­ur gufa ekk­ert upp og sitja eft­ir í mal­bik­inu og gera það mýkra,“ seg­ir Ein­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert