Kristrún tekur þátt í neyðarfundi Macrons

Kristrún mun sækja neyðarfund Macrons í dag.
Kristrún mun sækja neyðarfund Macrons í dag. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/AFP

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hef­ur boðað til ann­ars neyðar­fund­ar sem verður hald­inn í dag.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun sækja fund­inn í gegn­um fjar­skipta­búnað.

Þetta upp­lýs­ir Sig­hvat­ur Arn­munds­son, upp­lýs­inga­full­trúi for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

Leiðtog­ar fimmtán landa

Á AFP-frétta­veit­unni er greint frá því að leiðtog­ar frá um fimmtán lönd­um hafi verið boðaðir á fund­inn og munu flest­ir leiðtog­arn­ir sækja hann í gegn­um fjar­skipta­búnað.

Fund­ur­inn er hald­inn í ljósi þess að Banda­rík­in og Rúss­land hófu viðræður um samn­ing sem myndi sjá til þess að frið yrði náð í inn­rás­ar­stríði Rúss­lands í Úkraínu. Fékk Úkraína hins veg­ar ekk­ert sæti við samn­inga­borðið.

Bú­ist er við að leiðtog­ar Belg­íu, Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands, Búlgaríu, Tékk­lands, Króa­tíu og Kan­ada sæki fund­inn auk Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert