„Algjörlega nýr“ meirihluti í borgarstjórn

Heiða Björg er einnig formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg er einnig formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ljósmynd/Margrét Þóra

Odd­vit­ar Sam­fylk­ing­ar, Flokks fólks­ins, Sósí­al­ista, Pírata og Vinstri grænna hafa náð sam­an um mynd­un nýs meiri­hluta.

Þetta staðfest­ir Helga Þórðardótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is.

Vís­ir grein­ir frá því að Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík, verði næsti borg­ar­stjóri og hef­ur það eft­ir ör­ugg­um heim­ild­um.

Föstu­dag­inn 7. fe­brú­ar sleit Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri og odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, meiri­hluta­sam­starf­inu í borg­ar­stjórn.

Spennt fyr­ir nýj­um meiri­hluta

Ertu spennt fyr­ir kom­andi meiri­hluta­sam­starfi?

„Já, bara mjög spennt. Það er spenn­andi að taka við nýj­um áskor­un­um,“ seg­ir Helga. 

Odd­vit­ar flokk­anna eru í þess­um töluðu orðum að ræða við sína borg­ar­stjórn­ar­flokka og bak­land til að kynna fyr­ir þeim nýj­an meiri­hluta. mbl.is hef­ur ekki náð í neinn borg­ar­full­trúa í verðandi meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar nema Helgu. 

Hún seg­ir að Flokk­ur fólks­ins, Vinstri græn og Sósí­al­ist­ar séu ekki að ganga inn í fall­inn meiri­hluta held­ur sé þetta „al­gjör­lega nýr meiri­hluti“ með nýja ásýnd. 

Á þess­um tíma­punkti er hún ekki til í að ræða áhersl­ur nýs meiri­hluta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka