Mun fara yfir byrlunarmálið

Logi Einarsson menningarmálaráðherra skundar af ríkisstjórnarfundi, en Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir …
Logi Einarsson menningarmálaráðherra skundar af ríkisstjórnarfundi, en Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að baki. mbl.is/Eyþór

Logi Ein­ars­son menn­ing­ar­málaráðherra hyggst fara yfir þátt Rík­is­út­varps­ins í byrlun­ar­mál­inu, en vill ekk­ert segja um hvort það leiði til frek­ari aðgerða.

Í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um byrlun­ar­málið hef­ur verið varpað ljósi á óvenju­leg vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins (Rúv.) og starfs­manna þess, sem lög­regla og sak­sókn­ari telja sak­næm. Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri vill hins veg­ar ekki svara nein­um spurn­ing­um um það eða hlut sinn í mál­inu, en stjórn­ar­formaður Rík­is­út­varps­ins ohf. ekki held­ur og vís­ar aft­ur á út­varps­stjóra.

Logi Ein­ars­son menn­ing­ar­málaráðherra var spurður hvort það væru líðandi vinnu­brögð hjá op­in­beru fyr­ir­tæki að eng­inn væri til fyr­ir­svars um jafnal­var­leg­ar ásak­an­ir.

„Ég mun ekki blanda mér inn í þetta með bein­um hætti. Ég hef ekki boðvald yfir því.“

En kall­ar það ekki á at­hug­un þegar lög­regla tel­ur víst að sak­næmt at­hæfi hafi átt sér stað inn­an Rúv.?

„Þú kemst auðvitað að kjarna máls­ins, þetta var lög­reglu­mál sem var svo látið niður falla á end­an­um. Ég eða aðrir ráðherr­ar höf­um ekki af­skipti af mál­um í far­vegi rétt­ar­kerf­is­ins.“

Á brotaþol­inn í mál­inu, sem lá um hríð milli heims og helju, ekki að fá nokkra úr­lausn sinna mála?

„Ég ætla ekki að gera lítið úr al­var­leika þess og ekki held­ur al­var­leika máls­ins í sjálfu sér. En það er ekki á minni könnu að upp­lýsa það.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert