Heiða Björg er nýr borgarstjóri

Nýr meirihluti í borginni. Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins …
Nýr meirihluti í borginni. Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna í Ráðhúsi Reykja­vík­ur rétt í þessu. Heiða Björg Hilmisdóttir verður nýr borgarstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir verður nýr borg­ar­stjóri í Reykja­vík. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi odd­vita Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna í Ráðhúsi Reykja­vík­ur rétt í þessu.

Leggja odd­vit­arn­ir áherslu á grunnþjón­ustu, lífs­gæði, vel­ferð og það sem fólk­inu er næst. Hyggst meiri­hlut­inn meðal ann­ars byggja hús­næði fyr­ir alla borg­ar­búa á öll­um aldri

„Við ætl­um að ganga sam­hent­ar til verka og vinna þétt sam­an,“ sagði Heiða í ávarpi sínu og kynnti Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur odd­vita Sósí­al­ista­flokks­ins sem nýj­an for­seta borg­ar­stjórn­ar. „Við hlökk­um til að tak­ast á við þetta,“ sagði Heiða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert