Mótmæla lokun flugbrautar

Bæjar- og sveitarstjórar vilja að brautin verði opnuð.
Bæjar- og sveitarstjórar vilja að brautin verði opnuð. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er þver­póli­tísk samstaða allra þeirra sveit­ar­stjórna sem verða að geta treyst á ör­yggi inn­an­lands­flugs­ins bæði þegar kem­ur að áætl­un­ar­flugi og sjúkra­flugi,“ seg­ir Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, um lok­un aust­ur/​vest­ur-flug­braut­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Hún skrifaði ásamt níu öðrum bæj­ar­stjór­um á lands­byggðinni sam­eig­in­lega grein sem birt­ist á vísi.is þar sem þau mót­mæla því að trjá­gróður í Öskju­hlíð njóti for­gangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða.

Spurð hvort þau hafi verið í sam­skipt­um við Reykja­vík­ur­borg vegna máls­ins seg­ir hún þenn­an hóp munu eiga fund með borg­ar­yf­ir­völd­um, sam­gönguráðuneyti, Sam­göngu­stofu og Isa­via á mánu­dag.

„Við lít­um það mjög al­var­leg­um aug­um að þessi drátt­ur hafi orðið og ekki hafi verið skeytt um að ganga í það sem þurfti að gera til að halda braut­inni op­inni.“

Fund­ur­inn verður á Teams, þar sem bæj­ar­stjór­arn­ir eru stadd­ir út á landi og óvíst með flug.

„Við leggj­um þunga áherslu á að braut­in verði opnuð, því það er vegið að ör­yggi íbú­anna á þess­um svæðum. Það á ekki að leggja vilj­andi stein í götu þess að flug­völl­ur­inn geti verið op­inn og í full­um rekstri.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert