Inga Sæland: Styrkjamálið „úr sögunni“

Flokkur fólksins hefur samþykkt að breyta skráningu sinni hjá Skattinum.
Flokkur fólksins hefur samþykkt að breyta skráningu sinni hjá Skattinum. mbl.is/Ólafur Árdal

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og hús­næðis- og fé­lags­málaráðherra, seg­ir að styrkja­málið svo­kallaða sé úr sög­unni. 

Þetta kem­ur fram í sam­tali henn­ar við blaðamann mbl.is á lands­fundi Flokks fólks­ins sem fram fer í dag. 

„Þetta var ynd­is­leg­ur fund­ur, ég meina við hefðum getað haft hann fyrr en nú er hann sem er ynd­is­legt,“ seg­ir Inga í sam­tali við mbl.is eft­ir for­manns­ræðu sína á fyrsta lands­fundi Flokks fólks­ins. 

Gera mikl­ar vænt­ing­ar til nýs meiri­hluta

Aðspurð hvernig staðan er á styrkja­mál­inu svo­kallaða seg­ir Inga að það sé að henn­ar mati „úr sög­unni“. 

Þá seg­ir hún það ekki hafa bitið á flokk­inn. „Við horf­um bara áfram“. 

Spurð hvað henni finnst um nýj­an meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar seg­ir hún flokks­menn vera ánægðan með hann. „Og við ger­um mikl­ar vænt­ing­ar til hans.“

Seg­ir flokk­inn nú vera stjórn­mála­flokk

Inga Sæ­land hóf for­manns­ræðu sína á því að vitna í það sem samþykkt var á fund­in­um í dag, að skrá flokk­inn sem stjórn­mála­flokk hjá Skatt­in­um.

„Mál­flutn­ing­ur okk­ar og þraut­seigja allt frá upp­hafi hef­ur í vax­andi mæli haft áhrif á umræðuna um börn sem búa við fá­tækt, um ör­yrkja og eldri borg­ara sem hafa verið hunsaðir ára­tug­um sam­an og ekki fengið sömu kjara­bæt­ur og aðrir. Þetta hef­ur sýnt sig í vax­andi fylgi hreyf­ing­ar okk­ar, eða rétt­ara sagt ekki hreyf­ing­ar, nú erum við orðin stjórn­mála­flokk­ur, ekki satt?" sagði hún í ræðu sinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka