„Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur“

Inga Sæland á landsfundinum fyrr í dag.
Inga Sæland á landsfundinum fyrr í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra og formaður Flokks fólks­ins, hóf for­manns­ræðu sína á lands­fundi flokks­ins í dag á því að vitna í það sem samþykkt var á fund­in­um í dag, að skrá flokk­inn sem stjórn­mála­flokk hjá Skatt­in­um. 

„Mál­flutn­ing­ur okk­ar og þraut­seigja allt frá upp­hafi hef­ur í vax­andi mæli haft áhrif á umræðuna um börn sem búa við fá­tækt, um ör­yrkja og eldri borg­ara sem hafa verið hunsaðir ára­tug­um sam­an og ekki fengið sömu kjara­bæt­ur og aðrir. Þetta hef­ur sýnt sig í vax­andi fylgi hreyf­ing­ar okk­ar, eða rétt­ara sagt ekki hreyf­ing­ar, nú erum við orðin stjórn­mála­flokk­ur, ekki satt?"

Seg­ir fyrr­um borg­ar­stjóra hafa farið á taug­um

Í ræðu sinni fór Inga um víðan völl og snerti meðal ann­ars á sögu flokks­ins. 

„Í kosn­ing­un­um 2021 juk­um við enn á þingi okk­ar og feng­um tæp­lega 9% at­kvæða og 6 þing­menn kjörna. Þannig þið sjáið að fylgið vex al­veg í takt við mig," sagði Inga og mátti heyra mik­il hlátra­sköll. 

Inga Sæland og móðir hennar fyrir utan landsfund Flokks fólksins
Inga Sæ­land og móðir henn­ar fyr­ir utan lands­fund Flokks fólks­ins mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Næsta umræðuefni ræðunn­ar var fyrr­um borg­ar­stjórn og ný­kjör­inn meiri­hluti henn­ar. 

„Frá­far­andi borg­ar­stjóri fór á taug­um eft­ir að kann­arn­ir höfðu ít­rekað sýnt flokk hans með rétt­um þrjú pró­senta fylgi. Hann leit sem það væri vegna ágrein­ings sam­starfs­flokk­ana um skóg­ar­högg í Öskju­hlíð, aha. Og að lok­um vegna flug­braut­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli, þegar hann sem borg­ar­stjóri hefði getað fyr­ir­skipað skóg­ar­höggið strax í nóv­em­ber og jafn­vel bara byrjað að höggva sjálf­ur,“ sagði Inga og hélt áfram:

„En í nýj­um meiri­hluta­sátt­mála þá fékk Flokk­ur fólks­ins því fram­fylgt að ekki verði riðlað við rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.“

„Hún er sko eng­in setu­stjórn“

Inga er í ræðu sinni bjart­sýn fyr­ir starfi sitj­andi rík­is­stjórn­ar og seg­ir hana vera ein­huga um þau mál­efni sem Flokk­ur fólks­ins berst fyr­ir. „Nýja rík­is­stjórn­in ykk­ar er og verður verk­stjórn, hún er sko eng­in setu­stjórn.“

Þá ít­rekaði hún í ræðu sinni varðandi styrkja­málið svo­kallaða að flokk­in­um hafi ekki borist nein­ar leiðbein­ing­ar eða ábend­ing­ar um hvernig ætti að sækja um styrki frá ein­um eða nein­um. 

Í ræðu sinni snerti Inga meðal ann­ars á þeim sem hún kall­ar „mál­gagn auðmanna lands­ins“. 

„Eft­ir kosn­ing­arn­ar núna var ráðist í hernað gegn Flokki fólks­ins. Mál­gagn auðmanna lands­ins hef­ur ham­ast á okk­ur með út­úr­snún­ing­um og hálf sann­leik. Við höf­um verið sökuð um þjófnað og óheiðarleika og vís­vit­andi blekk­ing­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og aðrir þrír flokk­ar sem voru mis­lengi að átta sig á skrán­ing­ar­mál­um sín­um hafa aft­ur á móti verið látn­ir í friði af mál­gagn­inu. Skrýtið ekki satt?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert