Ísland eykur fjárstuðning við Úkraínu

Kristrún Frostadóttir á fundi leiðtoga í Kænugarði í dag.
Kristrún Frostadóttir á fundi leiðtoga í Kænugarði í dag. AFP/Embætti forseta Úkraínu

Íslensk stjórn­völd ætla að auka varn­artengd­an stuðning við Úkraínu um 2,1 millj­arð króna á þessu ári. Mun fram­lag Íslands því nema 3,6 millj­örðum á þessu ári. Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra greindi frá þessu í ávarpi sínu á fundi leiðtoga í Kænug­arði í dag. 

Til­lag­an, sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra, lagði fram var samþykkt fyr­ir helgi.

Fjár­stuðning­ur­inn verður auk­inn meðal ann­ars til að standa und­ir þeim skuld­bind­ing­um sem Ísland hef­ur gefið, meðal ann­ars í þings­álykt­un Alþing­is um stuðning Íslands við Úkraínu frá því í fyrra og á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins síðasta sum­ar.

Í ávarpi sínu á leiðtoga­fund­in­um í Kænug­arði áréttaði for­sæt­is­ráðherra ein­dreg­inn stuðning Íslands við Úkraínu. Sagði hún að 24. fe­brú­ar 2022 væri dimm­ur dag­ur í sögu Evr­ópu og að með inn­rás sinni hefðu Rúss­ar þver­brotið öll alþjóðalög. Sterk­ari staða Úkraínu sé lyk­ill­inn að var­an­leg­um og rétt­lát­um friði.

Snýr að ör­yggi Evr­ópu allr­ar

„Orð eru ódýr. Verk­in tala. Þess vegna hafa Norður­lönd og Eystra­salts­rík­in tekið sam­an hönd­um um að styðja áfram við varn­ir Úkraínu með bein­um hætti,” sagði Kristrún sem til­kynnti um hin auknu fram­lög í Kænug­arði í dag.

„Við Íslend­ing­ar erum stolt af fram­lagi Norður­landa og Eystra­salts­ríkj­anna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okk­ar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þess­um viðkvæma tíma­punkti þegar úkraínska þjóðin heyr varn­ar­bar­áttu sem snýr raun­veru­lega að ör­yggi Evr­ópu allr­ar,“ sagði Kristrún. 

Með þess­ari ákvörðun fer varn­artengd­ur stuðning­ur Íslands við Úkraínu úr 1,5 í 3,6 millj­arða á ár­inu. Á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) í Washingt­on í júlí síðastliðnum skuld­bundu banda­lags­rík­in sig til að veita að lág­marki sam­tals 40 millj­örðum evra á ári í varn­artengd­an stuðning við Úkraínu þar sem byrðum yrði dreift milli ríkja í hlut­falli við verga lands­fram­leiðslu (VLF). Sam­kvæmt því átti hlut­ur Íslands að nema 3,6 millj­örðum.

Fundur leiðtoganna fer fram í Kænugarði.
Fund­ur leiðtog­anna fer fram í Kænug­arði. AFP/​Embætti for­seta Úkraínu

Funda með Selenskí síðdeg­is

Kristrún mun funda með leiðtog­um Norður­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna (NB8-ríkj­anna) í dag ásamt Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, þar sem áfram­hald­andi stuðning­ur og auk­in fram­lög ríkj­anna verða til umræðu. 

Greint hef­ur verið frá því að NB8-rík­in muni í sam­ein­ingu styðja sér­stak­lega við eitt úkraínskt her­fylki með búnaði og þjálf­un. Ut­an­rík­is­ráðuneytið vinn­ur að frek­ari út­færslu á varn­artengd­um stuðningi Íslands við Úkraínu sem mun renna til sam­bæri­legra verk­efna og Ísland hef­ur stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert