„Ótrúlegt að vera hérna á þessum tíma“

Kristrún Frostadóttir segir minningastundina í morgun hafa verið tilfinningaþrungna.
Kristrún Frostadóttir segir minningastundina í morgun hafa verið tilfinningaþrungna. AFP/Sergei Supinsky

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir það hafa verið mjög til­finn­inga­lega þrungna stund er kerti voru lögð við minn­is­varða um fallna her­menn á Sjálf­stæðis­torg­inu í Kænug­arði í Úkraínu í morg­un.

„Ég held að það hljóti all­ir að hafa gengið í gegn­um ákveðinn til­finn­inga­rúss­íbana að standa þarna. Það er eig­in­lega ótrú­legt að vera hérna á þess­um tíma. Að eft­ir allt sem að fólk hér hef­ur gengið í gegn­um, þá held­ur margt hérna bara áfram. Lífið geng­ur að hluta til sinn vana­gang. Fólk fer hér í vinnu og börn eru hér í skóla,“ seg­ir Kristrún við blaðamann mbl.is í Kænug­arði.

Kristrún tók þátt í minn­ing­ar­stund­inni ásamt Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, eig­in­konu hans Olenu og fleiri þjóðarleiðtog­um.

Höf­um gríðarlegra hags­muna að gæta

Í kjöl­far minn­ing­ar­stund­ar­inn­ar var ráðstefna þar sem fjöldi þjóðarleiðtoga fluttu ávarp. Í ávarpi sínu greindi Kristrún frá því að Ísland muni auka við fram­lag sitt til Úkraínu.

Rétt áður en Kristrún flutti ávarp sitt var sýnt beint frá skóla­stofu í Úkraínu og minnt­ist Kristrún á það.

„Maður hugs­ar auðvitað til þess sjálf­ur, þar sem ég er með ung börn og þetta er al­veg ótrú­legt. Þetta um­hverfi að al­ast upp í. En ég held að það sýni bara svart á hvítu mik­il­vægi þess að við stönd­um með Úkraínu. Við ger­um það sem við get­um. Og að við mun­um líka eft­ir því að þó að við upp­lif­um okk­ur ör­ugg og við séum ánægð með okk­ar vel­ferð á Íslandi, þá er það háð því að það sé friður. Og við höf­um gríðarlega hags­muna að gæta þar að það verði komið á vopna­hléi og rétt­lát­um friðarsamn­ing­um á for­send­um Úkraínu og í Úkraínu. Það er lyk­il­atriði,“ seg­ir Kristrún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert