Kjarnorkukafbátur skiptir um áhöfn í Eyjafirði

Bandaríski kafbáturinn USS Indiana úti fyrir ströndum Íslands í október.
Bandaríski kafbáturinn USS Indiana úti fyrir ströndum Íslands í október. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Kjarn­orku­knú­inn banda­rísk­ur kaf­bát­ur, USS Delaware, verður í stuttri þjón­ustu­heim­sókn í ís­lensku land­helg­inni í dag.

Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins seg­ir að varðskipið Freyja muni fylgja kaf­bátn­um um land­helg­ina og í ut­an­verðan Eyja­fjörð, þar sem fram fara áhafna­skipti og önn­ur þjón­usta við kaf­bát­inn. USS Delaware er orr­ustukaf­bát­ur af Virg­inia-gerð og slík­ir kaf­bát­ar bera ekki kjarna­vopn.

Þetta er í sjötta sinn sem kjarn­orku­knú­inn kaf­bát­ur banda­ríska sjó­hers­ins kem­ur í þjón­ustu­heim­sókn í ís­lenska land­helgi eða frá því að ut­an­rík­is­ráðherra til­kynnti 18. apríl 2023 að slík­um kaf­bát­um yrði heim­ilað að hafa stutta viðkomu úti fyr­ir strönd­um Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafn­ar.

Fram kem­ur að Land­helg­is­gæsl­an muni leiða fram­kvæmd heim­sókn­ar­inn­ar í nánu sam­starfi við embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Geislavarn­ir rík­is­ins og ut­an­rík­is­ráðuneytið í sam­ræmi við sett­ar verklags­regl­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka