Á að efla varnir Íslands?

Stríð Úkraínskir hermenn á vígvelli. Barist er hart og mannfall …
Stríð Úkraínskir hermenn á vígvelli. Barist er hart og mannfall er mikið. AFP/Ukrainian Armed Forces

Á að efla varn­ir Íslands og þá með hvaða móti? Hvernig verður vel stutt við Úkraínu og hverju má kosta til? Er hinum vest­ræna heimi ógnað úr austri? Stjórn­mála­menn voru spurðir.

„Sem herlaus þjóð þarf Ísland að huga að því að geta tekið á móti og þjónað er­lendu herliði sem hingað kæmi til varna ef á þyrfti að halda. Nú þegar erum við að sinna því verk­efni vel á varn­ar­svæðinu en á sama tíma eig­um við að horfa til efl­ing­ar ann­ars viðbúnaðar inn­an­lands sem gagnaðist jafn­framt við gerð viðbragðsáætl­ana, viðbúnaðar og viðbragða við öðrum áföll­um,“ seg­ir Víðir Reyn­is­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar.

Víðir Reynisson.
Víðir Reyn­is­son.

Ráðamenn margra ríkja á nál­um

„Íslend­ing­um ber að styðja áfram við Úkraínu eins og þjóðir í Evópu hafa gert al­veg frá upp­hafi inn­rás­ar Rússa fyr­ir þrem­ur árum. Fyr­ir skemmstu var ég á Nato-fundi úti í Evr­ópu og þar fann maður að ráðamenn í mörg­um ríkj­um eru á nál­um og ótt­ast hvað orðið gæti í allra næstu framtíð. Sér­stak­lega er ugg­ur vegna þessa í lönd­um sem liggja að Rússlandi. Menn telja að Pútín muni ekk­ert endi­lega staðnæm­ast í Úkraínu held­ur haldi lengra inn í Evr­ópu ef hon­um sýn­ist svo,“ seg­ir Sig­mar Guðmunds­son þingmaður Viðreisn­ar.

Sigmar Guðmundsson.
Sig­mar Guðmunds­son.

Bæta þarf aðstöðu

„Við eig­um tví­mæla­laust að treysta enn bet­ur sam­starf okk­ar við banda­menn okk­ar í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um,“ seg­ir Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Einkum á ég þar við Banda­rík­in, Bret­land og Kan­ada en að ógleymdu því að við eig­um að styrkja sam­starf við Norður­lönd og Eystra­salts­rík­in. Þá þarf að auka þekk­ingu á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála. Því fylg­ir svo að bæta þarf aðstöðu sem nýt­ist við varn­ir lands­ins. Með því öxl­um við bet­ur ábyrgð á vörn­um okk­ar og erum áreiðan­leg­ur bandamaður þeirra þjóða sem hafa stofnað til sam­starfs við okk­ur á þess­um vett­vangi.“

Diljá Mist Einarsdóttir.
Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir.

Hlúa verður að stoðunum

„Grunn­stef Íslands í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um er aðild að NATO og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in frá 1951. Þetta eru stoðirn­ar og að þeim verður að hlúa, burt­séð frá því hvernig póli­tísk­ir vind­ar blása. Lyk­ilviðfangs­efni stjórn­valda er að meta reglu­lega hvernig megi fjár­festa í eig­in vörn­um og þannig treysta enn frek­ar varn­ar­skuld­bind­ing­ar,“ seg­ir Ingi­björg Davíðsdótt­ir þingmaður Miðflokks­ins.

Ingibjörg Davíðsdóttir.
Ingi­björg Davíðsdótt­ir.

Blik­ur á lofti

„Ýmsir telja að nú sé tíma­bært að horfa í rík­ara mæli til Evr­ópu í tengsl­um við varn­ir lands­ins. Ég tel hins veg­ar að það sé brýnt að við horf­um til þess far­sæla sam­starfs sem Ísland hef­ur átt við Banda­rík­in frá lýðveld­is­stofn­un áður en stefnu­breyt­ing verður gerð. Vissu­lega eru blik­ur á lofti og breyt­ing­ar fram und­an en þær snerta ekki okk­ar ör­ygg­is- og varn­ar­hags­muni,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Al­freðsdótt­ir.

Nán­ar í fimmtu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert