Frambjóðandi Framsóknarflokks segir sig úr flokknum

Stefán Jónsson, málarameistari á Akureyri, sem skipar 8. sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á laugardaginn, sagði sig í morgun úr Framsóknarfélagi Akureyrar og þar með úr flokknum.

Stefán vildi ekki tilgreina neina ástæðu fyrir þessu, en sagði einungis að slíkar ákvarðarnir væru ekki teknar að ástæðulausu. Hann tekur því ekki þátt í lokaspretti kosningabaráttunnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert