Framsóknarflokkur nær inn manni samkvæmt nýjustu könnun Gallup

Framsóknarflokkurinn fær borgarfulltrúa í Reykjavík samkvæmt nýjustu raðkönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Sjálfstæðisflokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni og því ekki meirihluta í borginni eins og síðustu kannanir hafa bent til.

Samkvæmt könnuninni fær Sjálfstæðisflokkurinn 43,7% og 7 borgarfulltrúa, Samfylkingin tæp 25% og fjóra borgarfulltrúa, Vinstrihreyfingin-grænt framboð 15% og 2 borgarfulltrúa, Frjálslyndi flokkurinn tæp 10% og einn fulltrúa og Framsóknarflokkurinn rúm 6% og einn fulltrúa. Hefur flokkurinn bætt við sig fylgi jafnt og þétt alla vikuna.

Gallup kannar fylgi flokkanna í Reykjavík daglega fram að kosningum. Úrtakið er alltaf 800 manns, 400 fyrstu detta út og 400 nýir bætast við á hverjum degi. Þannig er hægt að mæla hreyfingu á fylginu. Fram kom í fréttum Útvarpsins að 9 af hverjum 10 sem svöruðu hafa gert upp hug sinn og þar af ætla 5% að skila auðu. 7% höfðu ekki tekið afstöðu og 3 neituðu að gefa upp sína afstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert