Samkvæmt nýjustu könnun Gallup vill nærri helmingur kjósenda að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. 28,6% vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, verði borgarstjóri og þá vilja 7,1% að Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri-grænna, verði borgarstjóri. Ólafur Magnússon, oddviti frjálslyndra, kemur næstur með 5% og þá Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna, með 2%. Þetta kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.